Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 157
151
Vestraannaeyja og Reykjaness. Því hafa menn tek-
ið eptir, að flskur helzt ekki við á grunni, þegar 1.
að miklir NV-storraar ganga, þvi þá fýkur mikið
ryk af Hafnarskeiði í sjóinn, og 2. þegar miklar leys-
ingar og vatnavextir eru, því þá ber Ölvesá mikið
ósalt vatn og leðju í sjóinn og með aflandsvindi
berst það langt út i sjó. Á þessu ber meira á Eyr-
arbakka, en á Stokkseyri. Jeg mældi sjávarselt-
una á yfirborði sjávarins við Eyrarbakka og Þor-
lákshöfn og var sjórinn á báðum stöðum all-vatns-
blandaður (26,02 og 20,2 pro mille, í stað 35,6).
SA-vindur er álitinn heppilegastur fyrir fiskgöngur.
Hákarl gengur hjer og í Þorlákshöfn úr djúpi fram-
an af vetrarvertíð og skemmir þá opt lóðir, en ekki
veiða menn hann.
Milli Ölvesár og Krisuvíkurbergs eru 3 veiði-
stöður: Þorlákshöfn, Selvogur og Herdisarvík, og er
Þorldlcshöfn nú helzt þeirra og í mikilli framför; er
það víst mjög að þakka hinum alkunna dugnaðar-
manni, Jóni kaupmanni Árnasyni. Sjór er þar litið
stundaður nema um vetur. Fyrir 35 árum gengu
þar 12 fjögra-sexmannaför, en í vetur 23 skip tí-
eða tólfróin. Einnig hefur lóðin þar smámsaman al-
gjörlega útrýmt haldfærinu. Lóðir eru þar með
2000—2300 onglum og 3 duflum (i vetur opt með 4).
Jón segist fyrst hafa verið á móti lóðinni, en sjenú
með henni, þrátt fyrir það, þótt hún stundum vilji
missast, einkum í miklu falli, eða slæmu veðri. Hann
hefur reynt þorsklóð með stærri önglum (nr. 8), en
hún hefur ekki lánazt vel. Um landbeitu er þar
litið, og eins í Selvogi, helzt aða. Menn hafa því i
þessum veiðistöðum notað beitu úr sjálfum fiskinum
og síðastliðinn vetur sóttu þeir sild til Reykjavíkur,
og gafst hún vel, þótt hálfskemmd væri. I Höfn-