Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 184
178
ur í amti lians (í Kaupmannahöf'n undir úrskurð
yfirborgstjórans). Urskurðir amtmanns og yfirborg-
stjóra liggja aptur undir úrskurð innanríkisráðaneyt-
isins. Innanríkisráðaneytið hefir annars æðsta vald
í fátækramálum um land allt. Komi það í ljós, að
sveitarfjelag með röngu hafi komið sjer undan fram-
færslu, sem því annars hefði verið skylt, að annast,
getur innanrikisráðaneytið kveðið svo á, að það sveit-
arfjelag skuli samt sem áður annast framfærslu hlutað-
eigandi þurfamanns eða ómaga. (§ 59).
Samkvæmt lögunum um ellistyrk skulu þeir,
sem eru fullra ,60 ára, og styrks verða þurfandi,
öðlast hann, án þess að þeim sje tilreiknaður hann
sem sveitarstyrkur, ef þeir hafa óskerta æru, og
þeim er eigi sjálfum um fátækt sína að kenna, og
et þeir hafa verið hin seinustu 10 ár i landinu
(§§ 1 og 2).
Meðal hinna helztu breytinga, sem fátækralögin
liafa gjört á hinni eldri löggjöf eru þessar:
að reglur þær, sem settar voru um innheimtu
og afplánuu fúlgu með óskilgétnum börnum frá hálfu
barnsföður, gilda nú um meðlag móður með óskil-
getnu barni, meðlag manns með konu sinni, og for-
eldra og stjúpforeldra með börnum sínum skilgetn-
um og stjúpbörnum.
að kona á stundum að leggja með manni sínum.
að utanríkismenn jafnaðarlega eigi öðlast fram-
færslurjett fyr en þeir hafa fengið rjett innborinna
manna.
að heimta má sveitarstyrk endurgoldinn af
þiggjanda eða dánarbúi hans.
að fátækrastjórn, þegar tiltekin skilyrði eru
■ fyrir hendi, á að gefa upp sveitarstyrk, og á hinn
bóginn er takmarkaður rjettur hennar til þess.