Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 138
132
mjög lygn vanalega. En stundnm koma i hana mik-
il hlaup og hefir hún þá opt eytt laxinum, þvi eptir
sögn Sigurðar á Kópsvatni fannst lax opt dauður
eptir hlaupin. Botninn er leðjuborinn upp að Rafn-
kelsstöðum, en svo kemur malarbotn. Veiði var
stunduð frá Berghyl, Reykjadal, Reykjadalskoti,
Rafnkelsstöðum og Högnastöðum að utau, frá Gröf,
Efra- og Syðra-Langholti, Hruna og Grafarbakka að
austan. Veiðin var ádráttarveiði og töluverð; þann-
ig var Krókpollur talinn »á við sneminbæra kú«.
Nú er veiðin lítil sem engin.
Stóra-Laxá hefir verið mjög veiðisæl. Brynjólf-
ur Einarsson, bóndi á Sóleyjarbakka, hefir um lang-
an tíma stundað veiði í ánni og jafnframt veitt lifn-
aðarháttum laxins og ánni nákvæma eptirtekt. A-
in er að neðan mjög breið, 2—300 fðm., þegar hún
vex, og rennur eptir rnjög hallalitlu sljettlendi, og
þvi mjög lygn. I botni er ægisandur, og margar
eyrar í ánni. Milli þeirra eru sumstaðar nokkuð
dýpri álar, sem iðulega grynnka af sandi, er áin
rifur úr eyrunum (sjálf er hún bergvatn), svo hún
verður öll jafngrunn. Gekk lax þá ekki í hana,
nema mikið væri í henni. Annars mokuðu menn
upp ál í mynni hennar, sem lax gæti gengið eptir,
og jókst þá optast veiði i henni á eptir. Þetta var
þarft verk og þyrfti líklega að gjöra víðar, þar sem
árfarvegur er sendinn og lax gengur um, Hann álít-
ur, að lax gangi helzt með löndum, þar sem ár eru
straumharðar, og er það líklegt, þvi við bakkana
eru viða hvíldarstaðir, þar sem straumlítið er eða
öfugstreymi. Ilann hyggur, að lax þurfi langan
tima til að ganga frá Ölvesárósi upp í uppárnar, en
hve langan, veit hann ekki, og er ekki auðið að
segja um nú. En liklegt er, að hann hraði sjer uud-