Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 218
212
duglegan naann, er gætti hagsmuna fiskieigendanna,
og reri aö því öllum árum, að greiða fyrir sölu
þessari.
Hin aðferðin, sem Frakkar brúka á skipura
sínum, er að pækilsalta þorskinn í tunnur. Fiskur
þessi er að mestu keyptur á Frakklandi; tunnan er
seld á 60—100 frcs. Ekki er hægt fyrir okkur að
flytja tunnufisk til Frakklands; innflutningstollur nem-
ur 48 frcs á 100 kilo (200 pund). En einnig í Bel-
gíu, Hollandi og Rinarhjeruðunum er keypt mikið
af pækilsöltuðum fiski, sumpart veiddum við Island,
og allar líkur eru til, að vjer getum þar selt pækil-
saltaðan þorsk með hagnaði.
Hjer er um tvær tegundir að ræða. Betri teg-
undin er hin hollenzka og er hún verkuð einsvand-
lega og frakkneskur fiskur. Verri tegundin kemur
frá Englandi og er mjög mikið flutt af henni frá
Grimsby til Antwerpen. Það er botnvörpuflskur, og
má gjöra sjer hugmynd um gæðin, þegar þess er
gætt, að fyrst hefir fiskurinn orðið fyrir illri með-
ferð í botnvörpunni, þar næst hefir hann legið ó-
flattur í ís í skipslestinni dögum saman, og loks ver-
ið saltaður í Grimsby í snatri, af því ekki hefir evr-
ið hægt að selja hann nýjan á Englandi.
Með þvi jeg álít, að ísléndingar geti einnig
haft hag á að salta fiskinn f tunnur um borð á þil-
skipum sínum, set jeg hjer nokkrar upplýsingar um
verkun og söluskilyrði fyrir þessari vörutegund.
Hollenzlcur saltþorekur í tuniyum (Laberdan) er
þannig verkaður. Fiskurinn er slægður undir eins
og hann er dreginn. Ekki má rífa upp á haus-
beinið, því roðið má ekki með neinu móti hanga
við hnakkakúluna. Vætubeinið verður að fylgja
bolnum, og gæta skal þess vandlega, að hann merj-