Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 144
að veiða með meira kappi en áður niður frá, og á
mörgura nýjum stöðum, en jafnframt tók veiðin ofan
til að þverra, og einkum dró mjög úr henni eptir
að laxveiðalögin frá 14. febrúar 1885 náðu gildi,
því með þeim var loku skotið fyrir hina miklu
haustveiði þar, og nú er veiðin fyrir ofan Hestfjall
orðin mjög lítil. Að menn á þessu svæði hafi orðið
og sjeu óánægðir með nýju veiðilögin, er skiljan-
legt, og þar að auki kenna þeir binni auknu veiði
niður fráum, og segja ána vera of þvergirta i kring-
um Ölvesárbrúna. En veiðin neðan til í Hvítá hefur
einnig þorrið á síðari árum, að undanteknum nokkr-
um fremstu veiðistöðunum, og þar kenna menn um,
bæði haustveiðunum ofan til áður, hinni miklu veiði
í Ölvesá og svo selnum. Hve miklu minni veiðin er
nú i þessum ám en kringum 1860, er ómögulegt að
segja, þar sem nægar upplýsingar vantar. En lik-
lega er veiðin að samanlögðu töluvert minni nú en
þá, því hún er ekki að því skapi meiri í Ölvesá, og
hún er minni nú í Hvítá og þverám hennar. Hvað
þær orsakir snertir, er menn álíta helztar til veiði-
hnignunarinnar, þá hafa hvorirtveggja mikið til síns
máls. Að haustveiðar, sem hvorki þyrma riðlaxi
nje stöðnum laxi, sje skaðlegar og fyrirhyggjulausar,
ætla jeg mjer ekki að fjölyrða um; auk þess er s)ik-
ur lax ekki verzlunarvara, og að þeirra manna dómi,
er vel hafa vit á, opt litilfjörlegur til manneldis,
vegná megurðar. í öðrum löndum, þar sem lax-
veiði er, eru til lög, sem banna slika veiði, og þau
lög voru höfð til fyrirmyndar, þegar veiðilög vor
voru samin.
Ymsir merkir menn, er jeg í sumar átti tal
við í uppsveitunum, vildu ekki viðurkenna skaðsemi
haustveiðanna, af því, að áður en farið var að veiða