Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 158
152
inni hafa menn lagt síldarnet og aflað nokkuð, en
háfur hefur spillt veiðinni. Utbúnaður allur á skip-
pm er bar vist með bezta móti, eptir þvi, sem tíðk-
ast austan Reykjaness; þó hefur að eins eitt skip
kompás i Höfninni, annars mun hann vera mjög
sjaldgæfur á þessu svæði, eða jafnvel hvergi notað-
ur. Ekki hafa menn heldur almennt með sjer lýsi
á sjó í þessum veiðistöðum, þrátt fyrir nauðsyn þá,
sem á þvi er. Síðari hluta vertíðar róa menn opt
langt í Þorláksliöfn, út í »Forir« í Selvogssjó. Fisk-
göngur virðast vera strjálli nú en áður og fiskur
gengur nú að jafnaði ekki eins grunnt og þá, en
gýtur þar þó að jafnaði eins og í Eyrarbakkasjó.
Ysa og þorskur fylgjast að í göngum og loðna er
mjög opt með þeim. Þær virðast koma úr SA. eða
SV., og verða hinar síðari drýgri. Austurfall gjörir
fiskinn kyrrari en vesturfall. í fyrra vetur var opt-
ast austurfall, enda hefur fiskur aldrei verið eins
kyrr og þá. SV.- og V-stormur eru hættulegastir
fyrir göngufisk. Hjer um bil >/s aflans er þorskur.
Jón álítur, að þorskurinn sje nú smærri en áður,
meðan færi voru notuð, og fáist tiltölulega minna
nú. Hrognkelsaveiði er engin.
I Selvogi hefur fiskiveiðum hnignað mjög. Fyr-
ir 15 árum gengu þaðan 22 skip (2 tiæringar, 18
áttæringar og 2 sexæringar) á vetrum, en í vetur
að eins 3. Apturf'örin byrjaði þegar betur fór að
aflast í eystri veiðistöðunum, því menn vildu þá ekki
lengur róa út í Selvogi, en þar hefur ekki þótt auð-
velt að nota lóðir vegna þess, að þar er víðast
hraun í botni. Nú eru menn þó farnir að brúka 9
—12 hndr. lóðir, þegar fiskur tregast á færi, en þau
eru höfðu framan af vertíð og beitt »tening« að eins.
Þorbjörn í Nesi, helztur sjósóknamaður f Selvogi