Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 168
endast þau því ekki, ef afli er góður, raeira en 3—4
vikur, sarakvæmt sambljóða sögn margra manna.
Það væri miklu heppilegra, ef menn hefðu net til
skiptanna, svo hægt væri að þurka og bæta netin
á milli; mundu þau þá endast tiltölulega miklu
lengur.
Til þess að fá sem áreiðanlegastar upplýsing-
ar um fiskigöngur í Garðsjó hefi jeg fengið svör hjá
13 merkum og reyndum fiskimönnum á þessu svæði,
bæði hjá þeim, sem eru með og móti netasamþykkt-
um. Jeg mun við tækifæri fá svör frá fleirum. Eins
og við er að búast, hafa svörin ekki verið samhljóða
um allt, því eptirtekt manna er mjög misjöfn. Jeg
set hjer að eins það, sem fiestir eru á sama máli
um, en tek það þó fram, ef einhver hefir athugað
eitthvað sjerstakt. Göngur hafa að undanförnu opt-
ast komið tvenns konar í flóann, »vestangöngur« og
»landgöngur«. Vestangöngur koma inn álinn djúpt
og grunnt, en þó einkum dýpra og opt með þeim
hafsíld, en fiskurinn opt magur; þær eru því »djúp-
sig«. Menn álíta almennt, að þessi fiskur fáist ekki
í net, en þó segja sumir, að hann fáist i þau undir
vissum atvikum. Landgöngurnar ganga inn með
landi og svara þá til austangangna austan Reykja-
ness. Sumpart eru þær hinn svo kallaði »rjetti neta-
fiskur«, feitur, höfuðlítill, með tóman maga, þroskuð
hrogn og svil og »tannlaus«, að sumir segja, eða
með mjög smáum tönnum. Halda því sumir, að
hann sje sjerstök þorsktegund, þó ekki sje ástæða
til að halda það, því »tannleysið« eða tannsmæðin
getur verið í því fólgin, að tennurnar sjeu huldar
af því, að fiskurinn er mjög feitur og hefir ekki um
tíma tekið fæðu. Sumpart eru landgöngurnar síl-
fiskur (sem eltir loðnu). Hann fæst í net og heíir