Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 85
79
sýndist. Sýslumenn skyldu Arlega í lögréttu lesa
upp skrá yfir þá flakkara og auðkenni á þeim, er
þeir höfðu hýða látið. En veikir menn og fjelausir
skyldu mega flakka innan hjeraðs og biðjast bein-
inga, en hafa skyldu þeir meðferðis vitnisburð sókn-
arprests síns og tveggja hreppstjóra, að þeir væru
sannþurfandi ölmusumenn og ættu enga framfærslu-
menn. En þrátt fyrir þetta var förumennskan í
fullum blóma allar götur fram á þessa öld, og var
þó nokkrum sinnum á 18. öldinni reynt af alefli að
stemma stigu fyrir henni, svo sem með reglugjörð-
inni 3. júní 1746 um húsaga á íslandi. En jafnan
voru þó þau ákvæði lögbókar látin haldast, að þeir,
sem væru veikir eða gætu eigi unnið fyrir sjer, mættu
fara um.
Eigi má gleyma því, þó að það komi eigi beint
sveitarmálefnum við, að forfeður vorir lögðust mjög
á móti því, að fólk færi í húsmennsku eða lausa-
mennsku. Eptir Píningsdómi mátti enginn verða
búðsetumaður (húsmaður), hvorki karl nje kona, nema
hann ætti 3 hndr. kvikfjár til að fæðast við. I
Bessastaðapóstum 1685 er lausamennska bönnuð öðr-
uin en þeim, er ættu 10 hndr. á landsvísu, og sama
er endurtekið i reglugjörðinni 3. júní 1746 um hús-
uga á íslandi. Loksins er lausamennska gjörsam-
'ega börinuð í tilskipun 19. febr. 1783 um lausamenn
ú Islandi. Þar er sagt, að lausamenn sjeu landinu
mjög skaðlegir sökum þess, að þeir vinni eigi stöð-
ugt hjá bændum, heldur að eins tíma og tíma, og
heimti mjög há laun. Þá er og sagt, að Jausamenn-
lrnir fari hingað og þangað og liggi upp á almenn-
lngi, fari með ónýta kramvöru til sölu upp um sveit-
ir 0g eyði tíma sínum að mestu leyti í iðjuleysi;
þeir verði svo að lokum, er þeir sjeu orðnir gamlir,