Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 132
126
verða vart við hanu. Meðalþyngd laxins er um 12
pd., en mjög fáir minna en 10 pd., og smærri lax
en 8 pda smýgur nú netin. Stærstur lax hefur feng-
izt 38pd. I Laugardælum hef'ur verið veitt lengi,
og veiðin ekki þverrað, að minnsta kosti hafa komið
betri veiðidagar á síðari árum en áður (mest 58 á
dag). Mesta sumarveiði hefur verið 300, minnst 1;
meðalveiði um 150. í Helli er nýlega tekið að veiða
og veiðist þar mjög vel í lögn út frá nefi, sem brú-
in stendur á, netið nær út í rúmlega árinnar, og
og hafa margir ímugust á þeirri lögn, álita að hún
þvergirði ána um of. I Soginu var áður mikil lax-
veiði frá Torfastöðum og Tungu í Giafningi. Var
þar dregið á fyrir lax fram á þorra; en hjer um
bil fyrir 50 árum var laxveiðin þrotin. Síðan hefur
lax gengið lítið eitt í Sogið á síðustu árum. Aður
gekk hann upp í læk, sem rennur í Sogið hjá As-
garði.
Eins og áður er á minnzt, eru fossar i Soginu
hjá Syðri Brú í Grímsnesi, sem ekki eru álitnir lax-
gengir. Mönnum hefur dottið í hug, hvort ekki mætti
gjöra þá laxgenga með »stigum«, svo laxgætigeng-
ið frá sjó upp í Þingvallavatn. Jeg skoðaði fossana;
þeir eru þrír og skammt á milli þeirra. Neðstifoss-
inn, Kistufoss, steypist niður í lítið gljúfur, sem ligg-
ur eptir árfarveginum við austurbakkann. Fyrir
vestan aðalfossinn eru 2 smákvíslar, hin eystri er
litíl og myndar 3—4 smáf'ossa, svo hún virðist vera
mjög auðfarin fyrir lax, því hver smáfoss er að eins
nokkur fet á hæð. Miðfossinn, frufoss, er hæstur,
hjer urn bil 30'j þar sem hæst er og steypist beint
niður, svo hann er ekki laxgengur. Lítil eyja skipt-
ir honum í tvennt. Vestari.hlutiun er nokkuðlægri
og við vesturbakkann hallast fossinn nokkuð og þar