Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 165
159
öruggasta höfn landsins, og segi jeg það samkvæmt
áliti merkra danskra skipstjóra, er í mörg ár hafa
á sumrum legið á víkinni fyrir utan lónið. Þeir ætla,
að gjöra megi ósinn færan minni (80—100 smál.)
skipum fyrir 12—20 þús. kr., þótt hlaðnir væru múr-
garðar með fram ósnum, til þess að verja hann tyr-
ir þvi, að grjót skolist ofan í hann i brimum. Inn-
siglingin um Járngerðarstaðavík er ekki slæm, nema
í aftakabrimi, og út má allt af komast, nema í S-og
SV-veðrum. Yrði þarna liöfn, gæti hún fyrst og
fremst orðið til mikils gagns fyrir sveitina sjálfa, og
svo jafnframt að líkindum feugið mikla þýðingu fyr-
ir þilskip úr Faxaflóa, sem stunda íiskveiðar
á vetrum fyrir utan Reykjanes; þau gætu farið þar
inn í óveðrum, í stað þess að ffýja inn fvrir Garð-
skaga. — Jeg álít það nauðsynlegt, að Iíópið yrði
skoðað sem fyrst af möunum, sem vel hafa vit á
því, er að þessu lýtur, og yrði það álitið, að hjer
sje gott hafnarefni, þá væri sjálfsagt, að landssjóður
legði fram töluvert fje til að framkvæma það, sem
nauðsynlegt væri.
Við Garðsskaga innanverðan taka við veiðipláss-
iu við Faxaflóa sunnanverðan: Garður, Leira, Kefla-
vík, Njarðvíkur, Vogar, Vatnsleysuströnd, Hraun,
Iiafnarfjörður, Álptanes, Seltjarnarnes og Reykjavík
(á Kjalarnesi er sjór ekki stundaður að jafnaði). Á
Faxaflóa sunnanverðum hafa verið hiu beztu fiski-
mið landsins og fiskur ýmis konar gengur stundum
inn um allan flóann, jafnvel inn í Hvalfjörð og Kolla-
fjörð, á ýmsum tímum ársins. Að jafnaði hafa beztu
fiskimiðin verið Garðsjór, Leirusjór og djúpmiðin
(Sviðið), og um fyrri hluta þessarar aldar var ágæt-
ismið fyrir þorsk á vetrum undir Vogastapa. En
á sfðari tírnum hefur orðið mikil breyting á fisk-