Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 193
187
heirata endurgoldið svo mikið, sem nemur styrk þeim,
er þurfama,ðurinn hefir þegið hina siðustu 12 mán-
uði.
Skyldir eru foreldrar að framfærabörn sin, afi
og amma barnabörn sín, og börn foreldra sína, þó
þvi að eins, að styrks þurfi að leita til framfærslu
sakir aldurs, sjúkleiks eða líkamsbrests; aptur á
móti eru menn eigi skyldir að færa fram börn sín
eða foreldra, er vinnandi eru. — LHi út fyrir að
þurfamaður eða ómagi, sem einhvern á að framfær-
isskyldan, muni þurfa sveitarstyrks, getur friðdóm-
ari ákveðið, hve mikið meðlag hinn framfærisskvldi
skuli inna af hendi (Order of Maintenance), og sje
meðlagið eigi greitt varðar það 20 sh. sekt fyrir mán-
uð hvern, er meðlagið eigi er greitt. Maður er skyld-
ur konu sina fram að færa og kona mann sinn, ef
hún á sjereign. Fátækrastyrkur, sem veittur er
giptri konu eða skilgetnum börnum innan 16 ára, er
skoðaður sem veittur manni hennar eða föður barn-
anna, eða móður, ef faðir er dáinn; styrkur, er veitt-
ur er óskilgetnu barni innan 16 ára, er skoð-
aður sem veittur móður þess. Fátækrastyrkur hefir
i för með sjer missi kosningarrjetts og kjörgengis
og fleiri borgaralegra rjettinda, þó eigi greiðsla
skólagjalds fyrir börn. Þurfamenn má með vissum
um skilyrðum setja í vinnuhús, þótt eigi þurfi þeir
styrks fyrir sjálfa sig. Fátækrastyrk má veita sem
lán, og er þá eigi endurgjaldskrafa útaf honum bund-
in við hine síðustu 12 mánuði.
Um sveitfesti skal það tekið fram, að fyrir 10
árum siðan var hún bundin við fæðing eða dvöl (í
3 ár samfleytt) í sömu kirkjusókn, en eptir þvi sem
kunnugir menn i þvi efni sögðu, þá átti sú breyt-
ing eigi langt i land, að hvern þurfamann og ómaga