Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 161
155
um veiðistöðunum, að á 3—4 síðustu vetrum þykir
mönnum hafa orðið breytingar A þeim. Nú koma
flestar göngur úr djúpi (úr S og SV); þannig sagði
mjer einn formaður, að hann hefði einu sinni orðið
var við göngu, er kom úr SV (úr áttinni frá Eldey)
og hjelt hún inn á grunn. Austangöngur eru nú
strjálar og stopular, einkum þegar smálúða og ýsa
er með. Aður voru þær tiðar, voru opt að koma
og fara alla vertíðina og töldu menn víst, að afla-
von væri í Víkinni, þegar farið var að aflast í Sel-
vogi. Vestangöngur komu og opt. Sumir ætla að
loðnugöngurnar komi austan með. I aflandsvindi
gengur fiskur næst landi, ef snjór er á jörðu. Föll
eru hörð í Grindavíkursjó, einkum vesturfall, og er
það tiðast. Legufiskur fæst betur með austurfalli,
en flskur, sem los er að komast á, með vesturfalli,
og menn ætla, að fiskur fari þaðan optast vestur
með. í stórstraumum örtast afli vanalega. — Það
ætla sumir, að stundum haíi verið fislcur, meðan fisk-
leysisárin voru, þótt hann ekki fengizt, annaðhvort
vegna gæftaleysis, eða af þvi, að menn höfðu þá
ekki lóðir. Allur flskur er nú saltaður á vetrum;
áður hertu menn töluvert, einkum utansveitarmenn.
— Menn róa nú miklu dýpra en áður framan af
vertíð, en skipin eru ekki eins vel útbúin og æslci-
legt væri, hafa ekki kompás og fæst lýsi, sem þó
er nauðsynlegt í jafnmikilli brimveiðistöð og Grinda-
vík er.
I Grindavík er hraungjá ein, er Bjarnagjá heit-
ir, rjett við sjó. í henni sjest stundum stór upsi,
og þykir það kynlegf, þar sem vatnið í henni er þó
lítið salt í yfirborðinu. Jeg mældi mest dýpi í henni
12 f., en seltan vex mjög þegar niður i kemur; í
yfirborðinu var hún 3 p. m., á 5 f. 4,98 p. m., á 10