Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 164
158
bæta liana enn betur. í Nesi gæti verið þrauta-
lending fyrir Þoriákshöfn, Selvog og Herdísarvík,
en hún er sem stendur mjög slæm vegna þess, að
klöpp er í henni miðri, sem mætti sprengja með
litlum kostnaði. Nú er fullhart fyrir eitt skip að
lenda þar í einu, ef slæmt er. Sama er að segja
um lendingar þær, er jeg nefndi í Grindavík. Ur
Járngerðarstaðahverfi gengu í vetur 10 skip, en að
eins 2 geta lent í einu, en aðra vörina mætti án
mikils kostnaðar laga svo, að 3 skip gætu lent þar
í einu. Að það geti verið áriðandi, bæði fyrir líf
manna og skipin sjálf, að þau geti lent á sem stytzt-
um tíma, vita þeir bezt, sem í brimveiðistöðum búa.
Það væri því mjög nauðsynlegt, að sem fyrst yrði
gjörð gangskör að því, að verkfróður maður yrði
látinn athuga með ráði kunnugra manna, hvað gjöra
ætti og mætti við þessar lendingar, og gjöra áætlun
um kostnaðinn. Jeg álít sjálfsagt, að þeir, sem lend-
ingarnar nota, gjöri sitt til að laga þær, og hið op-
inbera hlaupi undir bagga, þar sem þörf er á. En
lendingarnar þarf að laga.
Það er ekki mikið um hafnir á þessu svæði;
engin þar, sem skipum sje óhætt á vetrum. En jeg
hygg, að í Grindavík sje efni í góða höfn; það er
lón, er nefnist »Hóp«, nærri kringlótt að lögun og
hjerumbil V7 rníhi þvermáli og afgirt að framan,
af malarkambi og klapparifi allbreiðu, er hallar fram
til sjávar. Rifið fer vel i kaf um smástraumsflóð.
Lónið er 37/2 f. að dýpt um fjöru, fyrir innan rifið,
og smágrynnist svo inn að landi. I botni er leðja.
Úr lóninu fellur ós gegnum rifið, svo grunnur, að
hann er rjett að eins fær hlöðnum tíæringi um jafn-
fiæði. Væri þessi ós breikkaður og dýpkaður, svo
hann yrði fær hafskipum, þá yrði þetta einhver hin