Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 198
192
þegar fjárkaupmenn fyrst leiddu peninga inn í land-
ið. Það er ekki hætt við, að fjárstofn iandsins minnki,
þótt útflutningssala sje; þvert á móti heflr sú raun-
in orðið á, að hann hefir talsvert aukizt, síðan út-
flutningur þessi hófst.
Áður var öllu sölufje slátrað hjer á landi og
flutt út sem saltkjöt, en verzlun þessi er ekki nærri
eins arðsöm og áður var. Þeir, sem áður keyptu
saltkjöt frá Islandi, kaupa nú flestir nýtt kjöt, sem
optast er hægt að fá sökum aukinna samgangna, eða
þeir kaupa saltað eða freðið kjöt frá Amerlku og
Ástralíu, sem er í lágu verði. Islenzkt saltkjöt er
nú mestmegnis selt í Noregi og nokkuð í Danmörku,
en nú er einnig loku skotið fyrir útflutning á lifandi
fje frá Noregi og því ekki óhugsandi, að Norðmenn
leggi innflutningstoll á saltkjöt frá öðrum löndum,
til þess að geta sjálflr áskilið sjer alla saltkjötssölu í
Noregi fyrir sitt eigið fje.
Væri því öllu breytt í gamla horfið og allt sölu-
fjeð okkar sent út ekki lifandi, heldur sem saltkjöt,
mundi naumlega verða hægt að finna kaupendur að
jafnmiklu söltuðu kjöti og þá yrði dembt á markað-
inn. Verðiö mundi að minnsta kosti lækka mjög
mikið og verzlun þessi baka bæði fjáreigendnm og
kaupmönnum stórtjón.
Að senda kjötið freðið frá íslandi getur varla
komið til mála, bæði af þvi, að okkur vantar allan
útbúnað til þess, og einkurn af því, að verðið er af-
ar lágt.
Eigi virðist heldur ákjósanlegt að senda fjeð
lifandi hjeðan 1 þeim tilgangi að láta slátra því þeg-
ar við komu þess til Englands, því búast mávið,að
það seldist raiklu lægra verði en fje það, sem áður