Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 160
154
opt með »síld« eða »tening« og kræktu sílfisk (göngu-
fisk) og smærri öngla (með hrogna- eða rægsnabeitu)
fyrir legufisk. Á síðari árum hafa menn tekið upp
8—900 lóðir um vetrarvertíð, meö önglum nr. 7 og
þremur duflum; menn beita á sjó og taka lóðina til
skiptis að miðstjóra. Beitt er hrognum, rægsnum og
á síðari árum síld 2—3 vikum fyrir lok, þegar síld
fæst. Menn hafa og með fram haldfæri, einkurn
þegar silfiskur er, og krækja hann opt á bert, en
þegar hann fer að tregast, taka menn til lóðanna
og þykir sumum, helzt eldri mönnum, lóð brúkuð
óþarflega mikið, því á hana aflast um 2/3 ýsa, einkum
kvað ýsa vera mjög sólgin í síldina. Menn vilja þar
leggja 4—5 ýsur raóti meðalþorski, og er það vist
rjett metið. Botn er víða hraunbotn. — Menn róa
á síðari árum alldjúpt, á allt að 70 f. dýpi með lóð-
irnar, einkum framan af vertfð, og leggja þær opt
á hraun, og ekki kvarta þeir yfir skemmdum á þeim
af því, en hákarl skemmir þær mjög framan afver-
tíð. Skötulóðir leggja menn á vorin og sumrin á
50-60 f. dýpi og afla opt vel. Lúða fekkst opt
áður að mun á vetrarvertíð, en á síðustu sumrum
hafa menn veitt töluvert af henni í Reykjanesröst,
því þar er mikið af henni. Keila veiðist allmikið á
vorum og haustum. Hákarlaveiðar hafa ekki verið
stundaðar hjer neitt á siðari árum. Hrognkelsaveið-
ar eru hjer nokkrar vegna rægsnabeitunnar og sild
hafa menn reynt að veiða litið eitt i lagnet til beitu,
en hvorttveggja er örðugt sökum brima og þara.
Af landbeitu er lítið eitt af maðki og nokkuð af öðu,
er opt rekur upp. — Áður voru Frakkar mjög nær-
göngulir í Grindavik, fiskuðu þar á grynnstu miðum;
nú eru þeir hættir því og halda sig dýpra.
Um fiskgöngur er líkt að segja hjer og í hin-