Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 189
183
ár er liðið frá því liann sakir innflutnings hefir ver-
ið eða hefir átt að vera skattskrifaður í tilteknu
sveitarfjelagi, eða hafi einhver, sem skattskrifaður
hefir verið í tilteknu sveitarfjelagi vegna fyrirhug-
aðs innflutnings, eigi flutt þangað, þá fær hann eigi
framfærslusveit þar, er hann hefir síðast verið eða
siðast átt að vera skattskrifaður, heldur í því sveit-
arfjelagi, þar er hann átti framfærslu næst áður.
Hið sama er, ef maður, er vegna innflutnings hefir
verið skattskrifaður i einhverju sveitarfjelagi, hefir
fengið fátækrastyrk á næsta ári áður eða þiggur
næsta ár á eptir f öðru sveitarfjelagi (§ 25).
Dvalarsveit á rjett á að fá endurgreiddan fá-
tækrastyrk (þar með talin greftrunarkostnað), veitt-
an utansveitarmanni, enda sje styrkurinn veittur
samkvæmt § 1, af framfærslusveit þurfamannsins,
en þá skal dvalarsveitin innan mánaðar senda hlut-
aðeigandi yfirvaldi skýrslu, er lýtur að því að finna
framfærslusveit þurfamannsins, svo og um það, hvers
vegna hann hafi styrks þurft, og hver styrkur hon-
um hafi verið veittur. Svo á og sveitin rjett á að
heimta endurgjald af framfærslumönnum þurfalings
(§ 29). Kostnað við heimsending greiðir framfærslu-
hreppur (§ 30). Iiúsbóndarjett liefir fátækrastjórnin
yfir þeim manni, sem nýtur fátækrastyrks, sje styrk-
urinn eigi veittur að eins um stund (§ 35). Fá-
tækrastjórn á rjett á að fá sveitarstyrk endur-
goldinn af eignum þurfamanns, og verði einhver
tekinn til fullrar framfærslu samkvæmt § 1, enda sje
framfærslan eigi að eins um stundarsakir, tilfalla
allar eignir þurfamannsins sveitinni. Yfir vinnu-
kaupi þurfamanns hefir fátækrastjórnin og ráð (§ 36).
Kærur i framfærslumálum og út af þeim liggja und-
ir úrskurð yfirvaldanna (§ § 46—50).