Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 150
144
ólfshöföa allt vestur á Mýrar, og aðalveiðarnar hafa
verið og eru enn þorskveiðarnar, grundvallaðar á
þvi, að þorskurinn keraur að suðvesturströnd lands-
ins í febrúar-, raarz- og aprílmánuðum til þess að
hrygna, eða eptir síli og sild. En jafnframt hafa
veiðar verið stundaðar á öðrura tima árs og eru enn,
og jafnframt veiðist annar fiskur, einkum ýsa, hei-
lagfiski og skata, og hrognkelsi sumstaðar. Annars
verður á þessu svæði meira eða minna vart við all-
ar þær fisktegundir, sem veiðast hjer við land, að
hlýra undanteknum. Jeg fór í sumar um allar
veiðistöðvar eða sjópláss á þessu svæði, nema Vest-
mannaeyjar og Akranes.
A svæðinu milli Skaptáróss og Þjórsáróss eru
fiskiveiðarnar að flestu svipaðar í hinum ýmsu veiði-
stöðum. Utræði er við Skaptárós vestanverðan, í
Vík, í Reynishverfi, við Dyrhóla- og Jökulsárós í
Mýrdal, úr Eyjafjaila- og Landeyjasandi. Eigi er
sjór nú stundaður nema um vetrarvertíð í neinni af
þessum veiðistöðum, nema í Vík.
Við Skaptárós stunda Landbrotsmenn og Með-
allendingar sjó frá einmánaðar byrjun til vertiðar-
loka. Nú ganga þar 4 sexæringar; fyrir 30 árum
voru þeir 6, en svo hættu menn að stuuda sjó og
skipin urðu ónýt. Á siðari árum hafa sjóferðir lifn-
að nokkuð við aptur. 150 fiska hlutur þykir sæmi-
legur afli. Menn herða þann fisk, sem ekki er neytt
þegar. Veiðarfæri og öll tilhögun á veiðum er lik
og í Mýrdalnum.
í Mýrdalnum er nú Vik aðalveiðistöðin (áður
var hún við Dyrhóla) og sækja þangað sjómenn úr
Skaptafellssýslu og undan Eyjafjöllum, og liggja þar
við í sjóbúðum. Að lendingunni við Jökulsá er
klukkutíma reið frá Pjetursey, og er Jökulsá á leið-