Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 14
8
þessi, að fækka brauðunum, en bæta launakjör prest-
anna. Eptir brauðamatinu frá 1870 voru presta-
köll hjer á landi 171 að tölu, þegar lögin fóru frá
þinginu 1879 var þeim fækkað um 30. Eptir mat-
inu 1870 voru 70 prestaköll, sem eigi náðu 700 kr.
í árstekjum, eptir matinu 1884, sem byggist á presta-
kallalögunum, er ekki nema 1 prestakall á landinu,
sem er metið undir 700 kr. Fá lög hafa orðið fyr-
ir jafnþungum dómum og prestakallalögin, og á
fiestöllum þingum síðan hefir eitthvað verið kákað
við þau, en flestir munu nú játa að þessi jöfnuður
brauðanna var þó heppilegur. Sjera Þórarinn mun
aldrei hafa beitt kappi sínu og fylgi meir á þingi,
en í það skipti, til að koma lögunum I gegn um
deildirnar; þau stóðu rajög tæpt, og ýmsar stórar
misfellur urðu á þeim, af því að varlega þurfti að
fara í sakirnar að auka byrðinaá landssjóði og varð
því samsteypan í frekasta lagi. Pjetur biskup kvaðst
opt bíta sig í handarbökin fyrir það, að hann fyrir
bænastað sjera Þórarins heföi lagt sig allan fram að
koma lögunum gegn um efri deild. Sjera Þórarinn
kvartaði stundum undan því, að prestarnir þökkuðu
sjer eigi að verðleikum hin bættu launakjör sln, en
teldu eptir erfiðleikana við aukna þjónustu.
Milliþinganefndin sarndi og frumvörp um breyt-
ingar á tekjum kirkna og presta, en úr því klofn-
aði nefndin. Að eins Einar heitinn í Nesi fylgdist
með sjera Þórarni til frekara lagasmfðis í það sinn.
Þeir báru og fram frumvarp tii laga um stjórn safn-
aðarmála og skipun sóknarnefnda og hjeraðsnefnda,
og annað frumvarp um að söfnuðirnir taki að sjer
umsjón og fjárhald kirkna. Stjórnin flutti eigi ann-
að inn á þingið en aðalfrumvarpið um skipun presta-