Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 163
157
fyrri en i miðgóu (likt og sumstaðar austanfjalls).
Menn hafa tekið eptir því hjer, að loðna »hlaupi á
vindinn« (eins og við Noreg). Þannig kom hún í
fyrra í SA-vindi inn á hverja vík í Höfnum, daginn
fyrir góuþræl, en daginn eptir rauk hann á NV og
þá hljóp hún norður með landi. — Austanstormar
eru sagðir skaðlegastir fyrir fiskigöngur í »Pollum«,
þegar sandur rýkur þar af landi, en NV-stormar í
Norðursjó og Nessjó, og mjer var sagt, að í hitteð-
fyrra hefði allur fiskur farið þaðan burtu í NV-veðri,
en daginn eptir hafði verið dreginn fiskur á skútu
á Búðagrunni með öngli í, er mjög hefði líkzt Hafna-
önglum. Það gæti opt gefið góðar upplýsingar um
ferðir fiska, ef ýmsar veiðistöðvar hefðu sjerstök
merki á önglum. — Lúða hefur opt aflazt vel
í Hafnasjó og þverrar hún þar ekki. Hrognkelsa-
veiði er í Höfnum og á Nesinu, nema á Stafnnesi.
í öllum veiðistöðum milli Þjórsár og Garðskaga er
mjög brimasamt og leiðir gegrmm brimið opt mjög tor-
færar eða ófærar, svo af þvf stafar gæftaleysi á vetr-
um, til mikils hnekkis fyrir fiskveiðar í þessum afla-
sælu sveitum. Að laga leiðir þessar er víðast ó-
hugsandi, því víðast eru það sker eða grynningar
(þarar), er þrengja leiðirnar. En smásker á leiðum
mætti þó eflaust sprengja sumstaðar. I Einarshafn-
arsundi á Eyrarbakka er t. d. sker, sem Einar Jóns-
son borgari Imyndar sjer (eptir áliti útlendra skip-
stjóra), að sprengja mætti fyrir 3000 kr. — Fjörur
eru víðast klettóttar og sjálfar lendingarnar opt mjög
slæmar, þegar ólga er í sjó. Þannig er í Þorláks-
höfn, í Nesi í Selvogi, á Hrauni, á Þorkötlustöðum
og á Járngerðarstöðum i Grindavík. Lendinguna í
Þorlákshöfn hefur Jón kaupm. látið bæta mikið, að
nokkru leyti með opinberum styrk, en það mætti