Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 13
I fyrsta lagi mælir 1. mgr. 69. gr. stjskr. fyrir um þá grunnreglu að háttsemi sem telst refsiverð, og þeirri refsingu eða refsikenndu viðurlögum sem heimilt er að beita af því tilefni, skuli lýst í settum lögum frá Alþingi. Verður þessi regla nefnd grunnreglan um lögbundnar refsiheimildir.3 Það leiðir meðal annars af grunnreglunni, eins og nánar verður lýst í greininni, að hún setur hömlur við svigrúmi löggjafans til að framselja handhöfum framkvæmdarvalds vald til að setja refsiákvæði í almenn stjómvaldsfyrirmæli. I öðru lagi girðir 1. mgr. 69. gr. stjskr. fyrir það að löggjafinn setji refsi- ákvæði sem mælir með afturvirkum hætti fyrir um refsinæmi tiltekinnar hátt- semi. Þá útilokar stjómarskrárákvæðið að beitt sé refsingum (eða refsikenndum viðurlögum) sem eru þyngri en heimiluð voru í lögum þegar háttsemi átti sér stað. I þriðja lagi hefur af hálfu dómstóla og fræðimanna verið lagt til gmndvallar að af 1. mgr. 69. gr. stjskr. leiði að gera verði ákveðnar kröfur til skýrleika refsiheimilda, þ.e. nánar tiltekið að löggjafinn lýsi í lagatexta með nægjanlega skýmm og fyrirsjáanlegum hætti þeirri athöfn sem hann hefur ákveðið að skuli varða refsingu. Þessi regla verður hér nefnd meginreglan um skýrleika refsi- heimilda,4 en um hana verður nánar fjallað í síðari hluta þessara greinaskrifa um stjórnarskrána og refsiábyrgð sem mun birtast í Tímariti lögfræðinga síðar á þessu ári. í þessari fyrri grein er ætlunin að fjalla um grunnregluna um lögbundnar refsiheimildir eins og hún birtist í 1. mgr. 69. gr. stjskr. I kafla 2 verður lýst þeim réttarheimspekilegu forsendum sem búa að baki kröfunni um að refsi- heimildir séu lögbundnar, en regluna má nefna lögmœtisreglu refsiréttar, og forsögu þess að grunnreglan var lögfest í íslenskum rétti. I kaflanum verður ennfremur rökstutt að grunnreglan teljist til mannréttinda og að hafa verði þær réttarheimspekilegu forsendur sem búa að baki reglunni til hliðsjónar við túlkun 1. mgr. 69. gr. stjskr. I kafla 3 verður fjallað um réttarheimildalega stöðu grunnreglunnar og gerð grein fyrir inntaki hennar og gildissviði, m.a. í ljósi dómaframkvæmdar og viðhorfa fræðimanna. I kaflanum verður að auki vikið að stjómskipulegu hlutverki dómstóla, sbr. 2. gr. stjskr., til að ákvarða mönnum refsingu eins og það hefur verið nánar afmarkað í dómum Hæstaréttar. I kafla 4 3 í riti Jónatans Þórmundssonar Afbrot og refsiábyrgð I er notað heitið „Grundvallarreglan um lög- bundnar refsiheimildir". Ég kýs að kalla þá reglu sem hér er til umfjöllunar „grunnreglu” þannig að stofn orðsins sé í samræmi við hugtakið „grunnréttindi" sem varin eru af VI. oj* VII. kafla stjómar- skrárinnar, sjá Róbert R. Spanó: „Um tjáningarfrelsið og refsiábyrgð". Arshátíðarrit Orators (2002), bls. 22-23. 4 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 167-172. Sjá hér einnig Róbert R. Spanó: „Um vansvefta skipstjóra og afladrjúga stýrimenn - Hugleiðingar um hlutlæga refsiábyrgð einstaklinga í íslenskum rétti“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 49. árg. (1999), bls. 23, og orðalag í dómum Hæstaréttar, H 3. apríl 2003, nr. 449/2002 (amarvarp í Miðhúsaeyjum) og H 2000 280 (hlutlæg refsiábyrgð skipstjóra). Einnig er rétt að benda hér á H 1997 1253 (skoteldar). Um þessa dóma verður nánar fjallað í síðari hluta þessara greinarskrifa um stjómarskrána og refsiábyrgð. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.