Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 44
greindum dómum Hæstaréttar varðandi lagaáskilnaðarreglur 72. og 75. gr.
stjskr. Eyðuframsal löggjafans á sviði refsiréttar (n. blankettstraffebud) verður
því almennt að telja óheimilt að virtu orðalagi 1. mgr. 69. gr. stjskr., lögskýr-
ingargögnum og ekki síst með vísan til þess að skýra ber stjómarskrárákvæðið
til samræmis við önnur ákvæði stjómarskrárinnar sem gera áskilnað um
lagaheimild. Ef 1. mgr. 69. gr. stjskr. á að hafa einhverja raunhæfa þýðingu sem
vöm gegn því að löggjafinn feli framkvæmdarvaldinu að móta að öllu leyti
lýsingu á inntaki og umfangi refsiverðrar háttsemi, án þess að um hana hafi
verið fjallað með lýðræðislegum hætti á Alþingi, verður að skýra ákvæðið
nánar tiltekið þannig að löggjafinn verði a.m.k. að taka með ótvíræðum hœtti
afstöðu í settum lögum til meginafmörkunar á þeirri háttsemi sem varðað getur
refsingu enda þótt löggjafanum kunni að vera heimilt við ákveðnar aðstæður að
gera ráð fyrir því að nánari útfærsla á efnislýsingu settra laga komi fram í
stjómvaldsfyrirmælum.83 Lagastoð refsiákvæða í stjómvaldsfyrirmælum verður
því t.d. ekki talin fullnægjandi að virtri 1. mgr. 69. gr. stjskr. ef hún verður
aðeins leidd af túlkun framsalsheimildarinnar sem styðst alfarið eða að
meginstefnu til við sjónarmið um eðli máls, sjá hér hliðsjónar H 8. október
2001, nr. 432/2000 (fylgd veiðieftirlitsmanns), en að þessum dómi verður vikið
sérstaklega í kafla 7.3 í greininni.
Refsinæmi háttsemi kann að vera háð því að lögum að reglugerð eða önnur
stjómvaldsfyrirmæli séu sett með tilteknum hætti, t.d. að leitað sé umsagnar eða
staðfestingar stjómvalds við setningu slíkra reglna, eða jafnvel að refsinæmi
háttseminnar verði ekki virkt nema stjómvald hafi sett ákveðna bannreglu, sjá
hér H 1993 1073 (akstur utan vegar). Þar sýknaði Hæstiréttur B af ákæru um
brot á þágildandi lögum um náttúruvemd nr. 47/1971 og reglugerð nr. 205/1973
fyrir að aka „nokkum spöl utan stikaðs vegar við Nautagil í Skútustaðahreppi“.
I 2. mgr. 13. gr. laga nr. 47/1971 hafði Náttúruvemdarráði verið falið að taka
ákvörðun um bann við óþarfaakstri á tilteknum stöðum eða í tilteknum tegund-
um umhverfis eða á tilteknum árstímum eins og rakið er í dóminum. Þar sem
Náttúmvemdarráð hafði ekki bannað akstur á þeim stað sem B hafði ekið á taldi
Hæstiréttur að ekki væru skilyrði til að sakfella B á grundvelli 2. mgr. 13. gr.
laga nr. 47/1971.84 Af þessu má a.m.k. ráða að hafi löggjafinn gert það að
skilyrði fyrir refsingu að stjómvaldsfyrirmæli hafi verið sett með ákveðnum
hætti eða að stjómvald hafi, eins og í H 1993 1073, ákveðið að setja tiltekna
bannreglu, leiðir það af 1. mgr. 69. gr. stjskr. að refsingu verður ekki við komið
nema þessi lögmæltu skilyrði séu uppfyllt. Við slíkar aðstæður hafa almennar
reglur stjómsýsluréttar og viðkomandi ákvæði laga um undirbúning að setningu
tiltekinna stjómvaldsfyrirmæla áhrif við mat á stjómskipulegu gildi refsi-
83 Stále Eskeland: Strafferett, bls. 101. Þar segir m.a. svo: „Forskriftshjemmelen má utvilsomt
omfatte den atferden som det er tale om á straffcsanksjonere". Sjá hér hins vegar Knud Waaben:
„Lovkravet i Strafferetten", bls. 132-133.
84 Sjá hér Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 189.
38