Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 44
greindum dómum Hæstaréttar varðandi lagaáskilnaðarreglur 72. og 75. gr. stjskr. Eyðuframsal löggjafans á sviði refsiréttar (n. blankettstraffebud) verður því almennt að telja óheimilt að virtu orðalagi 1. mgr. 69. gr. stjskr., lögskýr- ingargögnum og ekki síst með vísan til þess að skýra ber stjómarskrárákvæðið til samræmis við önnur ákvæði stjómarskrárinnar sem gera áskilnað um lagaheimild. Ef 1. mgr. 69. gr. stjskr. á að hafa einhverja raunhæfa þýðingu sem vöm gegn því að löggjafinn feli framkvæmdarvaldinu að móta að öllu leyti lýsingu á inntaki og umfangi refsiverðrar háttsemi, án þess að um hana hafi verið fjallað með lýðræðislegum hætti á Alþingi, verður að skýra ákvæðið nánar tiltekið þannig að löggjafinn verði a.m.k. að taka með ótvíræðum hœtti afstöðu í settum lögum til meginafmörkunar á þeirri háttsemi sem varðað getur refsingu enda þótt löggjafanum kunni að vera heimilt við ákveðnar aðstæður að gera ráð fyrir því að nánari útfærsla á efnislýsingu settra laga komi fram í stjómvaldsfyrirmælum.83 Lagastoð refsiákvæða í stjómvaldsfyrirmælum verður því t.d. ekki talin fullnægjandi að virtri 1. mgr. 69. gr. stjskr. ef hún verður aðeins leidd af túlkun framsalsheimildarinnar sem styðst alfarið eða að meginstefnu til við sjónarmið um eðli máls, sjá hér hliðsjónar H 8. október 2001, nr. 432/2000 (fylgd veiðieftirlitsmanns), en að þessum dómi verður vikið sérstaklega í kafla 7.3 í greininni. Refsinæmi háttsemi kann að vera háð því að lögum að reglugerð eða önnur stjómvaldsfyrirmæli séu sett með tilteknum hætti, t.d. að leitað sé umsagnar eða staðfestingar stjómvalds við setningu slíkra reglna, eða jafnvel að refsinæmi háttseminnar verði ekki virkt nema stjómvald hafi sett ákveðna bannreglu, sjá hér H 1993 1073 (akstur utan vegar). Þar sýknaði Hæstiréttur B af ákæru um brot á þágildandi lögum um náttúruvemd nr. 47/1971 og reglugerð nr. 205/1973 fyrir að aka „nokkum spöl utan stikaðs vegar við Nautagil í Skútustaðahreppi“. I 2. mgr. 13. gr. laga nr. 47/1971 hafði Náttúruvemdarráði verið falið að taka ákvörðun um bann við óþarfaakstri á tilteknum stöðum eða í tilteknum tegund- um umhverfis eða á tilteknum árstímum eins og rakið er í dóminum. Þar sem Náttúmvemdarráð hafði ekki bannað akstur á þeim stað sem B hafði ekið á taldi Hæstiréttur að ekki væru skilyrði til að sakfella B á grundvelli 2. mgr. 13. gr. laga nr. 47/1971.84 Af þessu má a.m.k. ráða að hafi löggjafinn gert það að skilyrði fyrir refsingu að stjómvaldsfyrirmæli hafi verið sett með ákveðnum hætti eða að stjómvald hafi, eins og í H 1993 1073, ákveðið að setja tiltekna bannreglu, leiðir það af 1. mgr. 69. gr. stjskr. að refsingu verður ekki við komið nema þessi lögmæltu skilyrði séu uppfyllt. Við slíkar aðstæður hafa almennar reglur stjómsýsluréttar og viðkomandi ákvæði laga um undirbúning að setningu tiltekinna stjómvaldsfyrirmæla áhrif við mat á stjómskipulegu gildi refsi- 83 Stále Eskeland: Strafferett, bls. 101. Þar segir m.a. svo: „Forskriftshjemmelen má utvilsomt omfatte den atferden som det er tale om á straffcsanksjonere". Sjá hér hins vegar Knud Waaben: „Lovkravet i Strafferetten", bls. 132-133. 84 Sjá hér Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 189. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.