Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 38
þegar það var framið, samkvæmt almennum grundvallarreglum laga, viður- kenndum af siðuðum þjóðum“.61 Sambærilegt orðalag um gildi reglna að þjóðarétti á sviði refsiréttar, sbr. 7. gr. MSE, var ekki tekið upp í 1. mgr. 69. gr. stjskr. og gerir stjómarskrárákvæðið þannig ekki ráð fyrir því samkvæmt orðalagi sínu að hægt sé að refsa manni hér á landi á grundvelli refsiheimilda sem hafa einungis stöðu þjóðréttarreglna. í ljósi þessa og í samræmi við grundvallarregluna um tvíeðli landsréttar og þjóðaréttar, sem leidd verður af túlkun ákvæða í I.-III. kafla stjórnarskrárinnar, verður að leggja til grundvallar að þrátt fyrir ákvæði 7. gr. MSE, sbr. 1. gr. laga nr. 62/1994, verði refsiheimildir þjóðaréttar ekki taldar stjómskipulega viðhlít- andi refsiheimildir hér á landi ef þær hafa ekki verið lögfestar á Alþingi jafnvel þótt þær njóti stöðu jus cogens reglna í þjóðaréttinum.62 I þessu ljósi skal á það bent að vandséð er að hægt sé að óbreyttum lögum að refsa hér á landi fyrir alvarlegustu alþjóðaglæpina (e. core crimes) á borð við hópmorð, sbr. 2. gr. sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð, sem staðfestur var af Islands hálfu 29. ágúst 1949, og 6. gr. Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn frá 1998 (RS), sbr. augl. 12/2000, og lög nr. 43/2001, um framkvæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn. Telja verður að sama eigi við um glœpi gegn mannúð, sbr. 7. gr. RS, og stríðsglœpi, sbr. 8. gr. RS.63 61 Hér er notast við hina upprunalegu þýðingu er birtist í augl. nr. 11/1954. Eins og rakið er í grein Jónatans Þórmundssonar: „Grundvallaratriði alþjóðlegs refsiréttar", neðanmgr. 20 á bls. 165, er hin nýja þýðing f fylgiskjali með lögum nr. 64/1994 „í betra samræmi við nýjar réttarfarsreglur, en er síst nákvæmari að öðru leyti“, enda hefur sú „meinlega villa ... slæðst inn í hina nýju þýðingu, að þar stendur „almennum ákvæðum laga“ í stað „almennum grundvallarreglum laga“. I sömu ritgerð er að finna ítarlega umfjöllun um réttarheimildafræði alþjóðlegs refsiréttar, sjá bls. 156-166, og m.a. fjallað um ákvæði 7. gr. MSE, sjá einkum bls. 159-160 og bls. 165-166. 62 Milliríkjavenja kann að njóta stöðu jus cogens, þ.e. grundvallarreglu sem bindur alla hvað sem líður tilvist annarra réttarheimilda, sjá Jónatan Þórmundsson: „Grundvallaratriði alþjóðlegs refsiréttar", bls. 164. Sjá einnig Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 176-177, þar sem lagt er til grundvallar að þjóðréttarsamningur sé ekki fullnægjandi sem íslensk refsiheimild nema honum hafi verið veitt lagagildi hér á landi. 63 Rétt er að halda því til haga að hér er aðeins átt við að vafasamt teljist að manni verði hér á landi að óbreyttum lögum refsað fyrir afbrot sem fullnægir í heild sinni þeim hlutrænu og huglægu efnisskilyrðum sem teljast falla undir verknaðarlýsingu hópmorða, glæpa gegn mannúð og strfðsglæpa að þjóðarétti. Þessir alþjóðaglæpir teljast einfaldlega ekki refsinæmir að landsrétti eins og staðan er. Að sjálfsögðu væri eftir atvikum hægt að refsa viðkomandi á grundvelli almennra ákvæða hgl. um manndráp og líkamsmeiðingar fyrir verknaði sem hefðu átt sér stað við fram- kvæmd slíkra alþjóðaglæpa að uppfylltum skilyrðum um refsilögsögu. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.