Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 20
Að framan hefur verið rakið að lögmætisregla refsiréttar í 1. mgr. 69. gr. stjskr., sem hér eftir verður nefnd grunnreglan um lögbundnar refsiheimildir, sé einkum byggð á kenningum réttar- og stjómmálaheimspekinnar um réttarríkið og sjálfsákvörðunarrétt borgaranna eins og aðrar reglur stjómarskrárinnar sem gera ráð fyrir að löggjafinn sé einn bær til þess að ákveða að ríkisvaldi skuli beitt með íþyngjandi hætti gagnvart borgurunum. Þá hef ég fært rök að því að telja beri grunnregluna um lögbundnar refsiheimildir til mannréttinda sem stjómarskráin veitir borgumnum. Skýra verður 1. mgr. 69. gr. stjskr. með þessi sjónarmið að leiðarljósi. 3. INNTAK OG GILDISSVIÐ GRUNNREGLUNNAR UM LÖGBUNDNAR REFSIHEIMILDIR OG HLUTVERK DÓMSTÓLA VIÐ ÁKVÖRÐUN REFSINGAR, SBR. 2. GR. STJSKR. Af 1. mgr. 69. gr. stjskr. leiðir að einstaklingi verður að jafnaði aðeins gert að sæta refsiábyrgð að mælt sé fyrir um hana í settum lögum frá Alþingi. Af þessu leiðir að löggjafinn verður þá að ákveða til hvaða háttsemi refsiábyrgðin á að taka og einnig hvaða tegundum refsinga og refsikenndra viðurlaga megi þá beita og um umfang þeirra. Ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjskr. verður að skýra á þá leið með tilliti til hugtakanotkunar í síðari málsl. 1. mgr. ákvæðisins („viðurlög" mega ekki verða þyngri ...) og tengsla þess við 1. gr. hgl. að það taki ekki einungis til eiginlegra refsinga, þ.e. fangelsis og fésekta,21 sbr. 1. mgr. 31. gr. hgl., sbr. 3. gr. laga nr. 82/1998, heldur einnig til refsikenndra viðurlaga sem m.a. er mælt fyrir um í VII. kafla hgl., þ.e. öryggisgæslu, annarra öryggis- ráðstafana, sviptingar réttinda og upptöku eigna, sbr. 2. mgr. 1. gr. hgl., sbr. 1. gr. laga nr. 31/1961. Á gmndvelli 1. mgr. 69. gr. stjskr. er löggjafanum þannig skylt að mæla fyrir um hvaða refsitegundum, einum eða fleirum, eða refsi- kenndu viðurlögum verður beitt vegna tiltekinnar háttsemi. Þá verður að leggja til gmndvallar að sömu kröfur verði gerðar til refsihœkkunarheimilda og annarra tilgreindra réttarreglna sem hafa áhrif til refsiþyngingar við ákvörðun refsingar innan refsimarka ákvæðis.22 Eins og nánar verður rakið í kafla 5 verður að líta svo á að hugtökin refsing og viðurlög í merkingu 1. mgr. 69. gr. stjskr. hafi sjálfstœtt inntak óháð skilgreiningu almennra laga á hverjum tíma á eðli þeirra íþyngjandi úrræða sem lög heimila að beitt verði gagnvart einstaklingum og lögaðilum í tilefni af Iögbroti. Orðalag 1. mgr. 69. gr. stjskr. gerir með skýrum hætti ráð fyrir þeim möguleika að manni verði refsað á gmndvelli fullkominnar lögjöfnunar frá 21 Sjá eftirfarandi rit og greinar um fésektir: Þórður Eyjólfsson: „Fésektir". Tímarit lögfræðinga. 2. hefti (1963), bls. 49-64; Jónatan Þórmundsson: „Fésektir og sektafullnusta". Tímarit lögfræð- inga. 4. hefti. 39. árg. (1989), bls. 226-251, og einnig eftir sama höfund: Viðurlög við afbrotum. Bókaútgáfa Orators. Reykjavík (1992), bls. 216-243. 22 Vagn Greve, Asbjörn Jensen & Gorm Toftegaard Nielsen: Kommenteret straffelov, Almindelig del, bls. 95. Þar segir m.a. að grunnreglan í I. gr. dönsku hgl. „gælder ogsá ved straffor- höjelsesgrunde og ved andre bebyrdende fölger af strafmæssig karakter". 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.