Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 24

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Side 24
broti, a.m.k. svo að hámarks væri getið. Tilvitnuð ákvæði stjórnarskrárinnar og MSE stæðu með öðrum orðum í vegi fyrir því að í tollalögum væru sett refsiákvæði þess efnis að fjárhæð sekta yrði margfeldi af fjárhæð undan- dreginna gjalda án hámarksfjárhæðar. Um þetta sagði svo í dómi Hæstaréttar: Ekkert í nefndum ákvæðum stjórnarskárinnar eða mannréttindasáttmála Evrópu bendir til þess skilnings á efni þeirra, að þau standi því í vegi, að ákvörðun um sektarfjárhæð verði bundin á tiltekinn hátt með lögum. í 126. gr. tollalaga er hámark sektar nœgilega ákveðið. (Skál. höf.) Almennt hefur verið gengið út frá því hér á landi á síðari tímum, sem og í norrænum rétti, að leyfileg refsing skuli ekki vera orðuð með tilvikabundnum hætti í refsiákvæði heldur skuli hún útfærð í formi „refsiramma11.32 Ekkert er því hins vegar til fyrirstöðu að mat dómstóla sé víðtækt innan marka lögheimil- aðra refsitegunda.33 Af dómum Hæstaréttar má raunar draga þá ályktun að tilteknar hömlur séu á því, sbr. 2. gr. stjskr., að þrengt sé um of að möguleikum dómstóla til að ákvarða refsingu sjálfstætt í hverju máli, a.m.k. þegar um fangelsisrefsingu er að ræða, sbr. til hliðsjónar H 1994 748 (einangrunarvistun fanga). I því máli höfðaði fanginn H skaðabótamál á hendur ríkinu vegna úrskurðar yfirfangavarðar um að H skyldi sæta 10 daga einangrun vegna aga- brots. Samkvæmt þágildandi 26. gr. laga nr. 48/1988 um fangelsi og fangavist taldist einangrunarvistun ekki til refsitímans og kom því til viðbótar tíma hans í afplánun. Hæstiréttur taldi þetta fyrirkomulag laga nr. 48/1988 brjóta í bága við 2. gr. og 65. gr. (nú 67. gr.) stjskr. en í dómi réttarins sagði m.a. svo: Samkvæmt 2. gr. stjómarskrárinnar fara dómendur með dómsvaldið. í því hlutverki felst meðal annars að ákvarða mönnum refsivist vegna ólögmætrar hegðunar, og eru ekki aðrir handhafar ríkisvalds bœrir til þess. Er það grundvallarregla íslensks réttar, sem meðal annars á sér stoð í 65. gr. stjómarskrárinnar [nú 67. gr.], að enginn verður sviptur frelsi sínu nema úrskurður dómara komi til. ... Ákvæði 26. gr. laga nr. 48/1988, er lengdi refsivist og fékk forstöðumönnum fangelsa ákvörðunarvald þar um, var í andstöðu við framangreind ákvæði stjómarskrár. (Skál. höf.) 32 Ólafur Jóhannesson: Stjómarfarsréttur. Reykjavík (1955), bls. 264, en þar segir m.a. svo: „En sú grundvallarregla er löngu viðurkennd í refsiréttinum, eins og kunnugt er, að löggjafinn kveði á um refsiramma". Sjá hér einnig Johs. Andenæs: Straffen som problem. Exil Forlag A/S. 2. útg. (1994), bls. 113. Þessi löggjafarstefna hefur í nýlegri fræðiritum verið nefnd .a'efsimarkastefna", sjá Jónatan Þórmundsson: „Rökstuðningur refsiákvörðunar", bls. 12. 33 Sjá Jónatan Þórmundsson: „Rökstuðningur refsiákvörðunar“, bls. 12: „[Hins vegar fær það] fullkomlega staðist að veita dómstólum víðtækt mat um refsihæð innan lögbundinna refsitegunda, enda sé það mat byggt á réttarreglum og málefnalegum sjónarmiðum'1. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.