Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 83
reglna VSL um rangar upplýsingar við samningsgerð. Slík skilmálaákvæði yrðu þess í stað skýrð með hliðsjón af reglum VSL. Skilmálaákvæði þess efnis að félagið væri laust úr ábyrgð ef gefnar væru rangar upplýsingar, óháð góðri tná vátryggingartaka, gengi bersýnilega gegn 5. gr. VSL og yrði sem slíkt að teljast marklaust. Sama myndi eiga við um ákvæði þess efnis að félagið væri laust úr ábyrgð ef vátryggingartaki vanrækti af einföldu gáleysi að skýra frá at- vikum sem eiga undir 7. gr. laganna. Skýring slíkra skilmálaákvæða myndi sjaldnast valda nokkrum vandkvæðum í framkvæmd. Þá ættu ákvæði í skilmál- um, sem mæltu fyrir um áhrif rangra upplýsinga frá öðrum en vátryggingartaka, ekki að valda vandkvæðum þar sem 2. mgr. 10. gr. VSL verður að teljast skýr að því leyti. Hér verður sjónum einkum beint að 3. mgr. 10. gr. VSL. Þýðing þeirrar greinar felst í því að félagið getur ekki komist hjá beitingu ófrávíkjanlegra reglna 4.-10. gr. laganna, og þannig verið betur sett en ella, með því að leita ekki upplýsinga um tiltekið atriði hjá vátryggingartaka, heldur lýsa atriðinu þess í stað í vátryggingarskírteininu eða skilmálum og undanþiggja sig ábyrgð ef sú lýsing reynist röng.108 Sem dæmi um beitingu reglunnar má hugsa sér að 1 skilmálum brunatryggingar vegna fasteignar væri kveðið á um að hin vá- tryggða fasteign væri steinhús, án þess að félagið leitaði um það upplýsinga hjá vátryggingartaka, og að þar væri einnig kveðið á um að félagið væri laust úr ábyrgð ef sú lýsing á byggingarefni fasteignarinnar reyndist röng. Ef síðar kæmi í ljós að umrædd fasteign væri timburhús getur það ekki haft ríkari áhrif á rétt vátryggðs gagnvart félaginu en hefði vátryggingartaki sjálfur gefið þær uPplýsingar að fasteignin væri steinhús.109 Á sama hátt má ætla að 3. mgr. 10. gr. takmarki möguleika félagsins til að kveða svo á um í vátryggingarskírteini fyrir sjúkratryggingu að sá sem tryggður er sé ekki haldinn tilteknum sjúkdómi eða sjúkdómum, og að félagið sé laust úr ábyrgð ef það reynist rangt. Reynist viðkomandi hafa verið haldinn viðkomandi sjúkdómi verður félagið að greiða fullar bætur, hafi vátryggingartaki hvorki vitað né mátt vita það, að öðrum skil- yrðum uppfylltum, sbr. 5. gr. VSL.110 108 Lyngso, (1992), bls. 80 og (1994), bls. 132. Drachmann Bentzon og Christensen telja að 3. mgr. 10. gr. FAL sé n.k. öryggisventill sem settur hafi verið til áréttingar reglum FAL um rangar uPplýsingar við samningsgerð, en ekki endilega nauðsynlegur, sbr. Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 56. Ekki verður á það fallist hér. Hellner telur réttilega að bæði ákvæði °g 3. mgr. 10. gr. FAL séu nauðsynleg eigi reglur laganna um rangar upplýsingar við samnings- gerð ekki að missa marks, sbr. Hellner, (1955), bls. 32. Reglu sambærilega þeirri í 3. mgr. 10. gr. VSL er ekki að finna varðandi þau tilvik þegar upplýsinga hefur verið leitað um viðkomandi atriði hjá vátryggingartaka, enda ljóst í þeim tilvikum að það á beint undir reglur VSL um rangar upplýs- ingar við samningsgerð að því marki sem þær eru ófrávíkjanlegar, sbr. Drachmann Bentzon oe Christensen, (1952), bls. 56. 109 Arnljótur Björnsson. (1986), bls. 37-38. Hitt er svo annað mál hvort vátryggingartaki getur talist vera í góðri trú um svo viðamikið atriði sem byggingarefni fasteignar hans hlýtur að teljast. 110 Loken, bls. 73-74: Hellner, (1965), bls. 162 og Lyngso, (1994), bls. 132. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.