Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 72

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 72
og 83. gr. FAL.68 Af umfjöllun Hellner má helst ráða, að hann telji takmarkatilvik þessi marka ramma þeirrar heimildar, sem félagið hefur til að takmarka ábyrgð sína. Gangi félagið of langt í skilmálum sínum verði viðkomandi skilmálaákvæði skýrð með hlið- sjón af ófrávíkjanlegum ákvæðum FAL, og félagið losni ekki undan ábyrgð nema að skilyrði viðkomandi ákvæða laganna um sök séu uppfyllt. Að lokum telur Hellner að allar ófrávíkjanlegar reglur FAL geymi tiltekinn kjama sem ekki verði haggað eða kom- ist fram hjá með ábyrgðartakmörkunum í skilmálum, og skipti orðalag skilmálaákvæð- anna ekki máli í því sambandi. Utan þessa kjama sé staðan hins vegar óljósari og í tak- markatilvikum geti verið rétt að taka tillit til orðalags viðkomandi ákvæðis. Þannig verði skilmálaákvæði með skýru orðalagi frekar talið til hlutlægrar takmörkunar á ábyrgð félagsins en óljóst.69 Sem dæmi um hlutlægar takmarkanir á ábyrgð félagsins nefnir Hellner skilmálaákvæði sem tilgreina og afmarka vátryggingarandlagið, afmarka landfræðilegt gildissvið tryggingarinnar og gildissvið hennar í tíma og loks ákvæði sem tilgreina þá tegund áhættu sem tryggt er gegn.70 Noregur Meðal þeirra sem hafa játað félaginu hvað mest svigrúm til að takmarka ábyrgð sína er Norðmaðurinn Theodor Gmndt. Grundt gengur raunar svo langt að telja að félagið geti takmarkað ábyrgð sína á nánast allan hátt ef orðalag viðkomandi skilmálaákvæðis er nægilega skýrt.71 Hann lítur einkum á álitaefnið út frá 3. mgr. 10. gr. FAL og tekur sem dæmi skilmálaákvæði sem gerir að skilyrði bóta vegna tjóns af völdum eldingar, að vátryggt hús hafi haft eldingavara í lagi. Slái niður eldingu og komi í ljós að eldinga- varinn var í ólagi, telur hann að félagið beri ábyrgð samkvæmt 3. mgr. 10. gr. FAL ef vátryggingartaki var í góðri trú. Segi hins vegar í ákvæðinu að félagið beri ekki ábyrgð á tjóni af völdum eldinga, sem rekja megi til þess að eldingavarinn var ekki í lagi, álít- ur Grundt að sá orðalagsmunur leiði til þess að félagið losni undan ábyrgð óháð nefndri lagagrein og góðri trú vátryggingartaka. Hann rökstyður niðurstöðu sína með því að benda á að félagið hefði getað undanþegið sig ábyrgð vegna allra tjóna af völdum eld- inga og því hljóti félaginu að vera heimilt að gera það sem minna er og undanskilja sig ábyrgð vegna þess tjóns sem rekja má til þess að eldingavarinn var ekki í lagi.72 Johan Lpken telur svarið við álitaefninu velta á mati á vægi hagsmuna félagsins og vátryggðs í hverju einstöku tilviki. Þar sem félagið hafi rika hagsmuni af því að afmarka vátryggingarandlagið, vátryggingaratburðinn og gildissvið vátryggingar í tíma, verði að heimila því frelsi til að kveða á um þau atriði óháð ófrávíkjanlegum reglum FAL. Standi hins vegar ekki rök til þess að vemda hagsmuni félagsins skuli líta til hagsmuna vá- tryggðs og skipti orðalag viðkomandi skilmálaákvæðis í því sambandi ekki máli. Sem dæmi nefnir Lpken sama tilvik og Grundt um bilaðan eldingavara og telur rétt í því til- viki að leggja áhættuna af því, að slíkt öryggistæki bili án vitundar eða vanrækslu vá- tryggðs, á félagið.73 68 Hellner, (1965), bls. 78. 69 Hellner, (1955), bls. 53-54 og (1965), bls. 78. 70 Hellner, (1955), bls. 12-13 og (1965), bls. 82. 71 Grundt: „Anmeldelser". TFR 1933, bls. 204-209. 72 Grundt: Lærebok i norsk forsikringsrett. 1. hluti, 2. útgáfa (1950), bls. 153-154. 73 I.oken: Forsikringskravet. Grenser og tapsregler. (1952), bls. 66-71. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.