Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 29
varðar grunnregluna um lögbundnar refsiheimildir, eins og henni er lýst í 1.
mgr. 69. gr. stjskr., má líklega telja að stjómarskrárákvæðið geri almennt ríkari
kröfur til þess að uppruni refsiheimildar verði rakinn til viljaafstöðu hinna lýð-
ræðislega kjömu fulltrúa (löggjafans) en leiðir af framangreindum ákvæðum
MSE og ABSR.41 Dómar MDE og réttarframkvæmd að baki ABSR hafa því
fremur litla þýðingu þegar lagt er mat á inntak og gildissvið grunnreglunnar um
lögbundnar refsiheimildir í því samhengi sem um er fjallað í þessari grein.
Þýðing þessara ákvæða kann hins vegar að vera nokkuð meiri þegar lagt er mat
á þær kröfur sem 1. mgr. 69. gr. stjskr. gerir til skýrleika refsiheimilda. Um það
verður fjallað í síðari hluta þessara greinarskrifa um stjómarskrána og refsi-
ábyrgð.
4.2 Inntak refsiheimilda og viljaafstaða löggjafans - dómar Hæstaréttar
frá 2001 um ólöglegar hreindýraveiðar
Það leiðir af grunnreglunni um lögbundnar refsiheimildir í 1. mgr. 69. gr.
stjskr. að gild refsiheimild verður að endurspegla lýðræðislega ákvarðanatöku
kjörinna fulltrúa á Alþingi.42 í grunnreglunni felst þannig sú krafa að pólitískur
meirihluti á hverjum tíma sem borgaramir hafa kosið í reglulegum kosningum,
sbr. III. kafli stjskr., ákveði tilvist, eðli og efnislegt inntak refsiábyrgðar með
setningu refsiákvæða. í því á meðal annars að felast hin pólitíska og
siðferðilega réttlæting fyrir því að einstaklingi sé gert að sæta sviptingu á frelsi
eða eignum vegna háttemis síns.43 Grunnreglunni í 1. mgr. 69. gr. stjskr. er
þannig einkum ætlað það hlutverk að tryggja að ákvörðun um hvað telst refsi-
vert á hverjum tíma sé ekki byggð á viðhorfum þeirra handhafa ríkisvalds sem
ekki þurfa beinlínis að standa kjósendum reikningsskil gerða sinna. Það er vilji
löggjafans sem á að ráða úrslitum um efnisskilyrði refsiábyrgðar hverju sinni en
ekki pólitísk afstaða æðstu handhafa framkvæmdarvalds eða persónulegar
skoðanir dómarans.44
41 Iain Cameron: National Security and the European Convention on Human Rights. Iustus
Förlag. Uppsölum (2000), bls. 335, en þar kemst höfundur m.a. svo að orði um inntak og gildissvið
grunnreglunnar um lögbundnar refsiheimildir í 7. gr. MSE: „[Article 7 lays] down no requirements
as to the domestic hierarchy of norms. As long as it is accessible and foreseeable, a prohibition in
subordinate legislation is apparently acceptable as a prohibition in primary legislation. This would
apply even if the prohibition was promulgated on the basis of powers delegated to the government
which are in tum sub-delegated to an administrative agency. And an area of law regulated wholly
by case law is permissible.... “. (Skál. höf.) Sjá hér einnig MDE, K.-II. W. gegn Þýskalandi frá 22.
mars 2001, þar sem segir í 45. mgr. dómsins: „... The Court thus indicated that when speaking of
Taw’ Article 7 alludes to the very same concept as that to which the Convention refers elsewhere
when using that term, a concept which comprises written as well as unwritten law and implies
qualitative requirements, notably those of accessibility and foreseeability ...“.
42 Róbert R. Spanó: „Um refsiákvarðanir og réttarvitund almennings". Lögmannablaðið. 2. tbl.
(2002), bls. 21.
43 Sjá kafla 2 í greininni.
44 Johs. Andenæs: Statsforfatningen i Norge. Universitetsforlaget. 8. útg. Osló (2000), bls. 349.
23