Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 162

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 162
þrátt fyrir að ekki sé um aðra áhættu að ræða utan hinna landfræðilegu marka en innan þeirra. Ef sá sem tryggður er færi af gáleysi út fyrir slík mörk þar sem hann slasaðist, ætti vátryggður að öllum líkindum ekki neina kröfu um bætur þótt hann ætti slíka kröfu hefði slysið orðið innan markanna. I raun er enginn eðlismunur á því tilviki og breytingu á starfsvettvangi slysatryggðs. Hér við bætist að ætla verður að slysatryggður einstaklingur hafi ávallt fulla vitneskju um að hann hafi skipt um starfsvettvang. Því yrði aldrei um að ræða að gáleysi hans kæmi vátryggðum í koll, líkt og í dæminu um landfræðileg mörk trygging- arinnar. Þá má ekki gleyma því að félaginu er heimilt að undanskilja sig ábyrgð á hlutlægan hátt vegna slysa sem eiga sér stað í vinnutíma, til dæmis með svokölluðum frítímaslysatryggingum.377 Rétt er þó að benda á að síðastgreind rök verða tæplega heimfærð beint upp á skipti á atvinnu, enda væri oft um að ræða aðra áhættu í frítíma en við vinnu, sem mælir með því að félaginu teljist heimilt að takmarka ábyrgð sína á hlutlægan hátt að því leyti. I framhaldi af þessu má að nokkm leyti telja sömu sjónarmið eiga við um atvinnuskipti slysatryggðra og rakin voru í kafla 4.15 um notkun vátryggðs munar. Þrátt fyrir að sanngirnisrök geti í mörgum tilvikum staðið til þess að skýra ákvæði um atvinnu slysatryggðs með hliðsjón af reglum VSL um aukna áhættu, þá verður ekki útilokað að komast megi að gagnstæðri niðurstöðu, sé viðkomandi skilmálaákvæði nægilega skýrt. Sem dæmi má hugsa sér ákvæði sem kveður skýrt á um að slysatrygging falli niður við atvinnuskipti slysa- tryggðs, óháð því hvaða starf hann tekur sér fyrir hendur. Margt mælir með því að slíkt ákvæði verði skýrt eftir orðanna hljóðan, þ.e. óháð huglægri afstöðu þess sem tryggður er og óháð ófrávíkjanlegunr reglum VSL, enda er ekkert í slíku ákvæði sem getur með réttu gefið hinum slysatryggða ástæðu til að ætla að hann njóti tryggingarinnar eftir að hann skiptir um vinnu. Hér gæti einnig komið til skoðunar hvort félagið veitir slysatryggingar sínar á tilteknum for- sendum þar sem tryggingamar kunna að vera bundnar við tiltekna starfsstétt eða starfsstéttir, eins og áður er nefnt. Félagið hefði því ríka hagsmuni af því að ákvæðið gilti eftir orðanna hljóðan.378 Þá verður ekki hjá því komist að spyrja hvað það er nákvæmlega sem talist getur ganga gegn ófrávíkjanlegum reglum VSL í ákvæði sem kveður skýrt á urn að slysatrygging falli niður við atvinnu- skipti slysatryggðs. í fljótu bragði er það nefnilega torfundið hvort sem litið er til ákvæða laganna um aukna áhættu eða varúðarreglur. Niðurstaðan hér verður 377 Sörensen, (2002), bls. 391. 378 Þessi rök mæla óneitanlega með þvx að skýr ákvæði um atvinnuskipti slysatryggðs verði tald- ar tilutlægar takmarkanir á ábyrgð félagsins, sbr. einnig neðanmálsgrein 161 hér að framan. Hér verður samt sem áður að hafa í huga að niðurstaðan kynni að verða sú sama fyrir vátryggðan þó að slík ákvæði yrðu skýrð með hliðsjón af 121. gr. VSL, enda yrði félagið að öllum líkindum einnig laust úr ábyrgð samkvæmt henni í þessu tilviki. Þá verður að hafa í huga, eins og fram kom í köfl- um 4.12 og 4.15, að varasamt hljóti að teljast að láta skýringu skilmálaákvæða velta á sérstökum aðstæðum eða viðskiptavenju viðkomandi félags, sem vátryggður hefur e.t.v. ekki nokkra vitneskju um. 156
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.