Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 86

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 86
ákvæði og því sem reyndi á í dóminum í ASD 1954:154 (0LD). Það má því færa rök fyrir því að skýra beri slík ákvæði með hliðsjón af reglum VSL um rangar upplýsingar við samningsgerð. Hér kemur hins vegar annað til. Málið horfir öðruvísi við sé litið á það út frá reglum um þau tímamörk sem vátrygg- ingaratburðurinn er miðaður við í sjúkratryggingum. Þegar ekki er á annan veg samið gildir tjónsorsakaregla 120. gr. VSL um afleiðingar slysa og sjúkdóma sem vátrygging tekur til. Samkvæmt henni falla sjúkdómar, sem koma upp á vá- tryggingartímabilinu, undir trygginguna. Með orðunum „koma upp“ verður jafnan talið að átt sé við þau tímamörk þegar sá sem tryggður er uppgötvaði eða hefði átt að uppgötva fyrstu einkenni sjúkdóms eða greina hefði mátt þau við læknisskoðun. Þannig skiptir ekki máli hvort viðkomandi var smitaður fyrir þann tíma.117 Þegar skilmálaákvæði undanþiggur ábyrgð félagsins sjúkdóma sem sýna einkenni fyrstu 30 daga eftir töku tryggingarinnar, má færa rök fyrir því að í ákvæðinu felist einungis takmörkun á ábyrgð félagsins í tíma sem er hlutlæg ábyrgðartakmörkun, enda sé félagið í raun aðeins að kveða á um að tryggingin taki ekki gildi fyrr en 30 dögum eftir töku hennar og sjúkdómar sem „koma upp“ á þessu 30 daga tímabili falli því utan gildissviðs hennar. Nefnd sem vann að endurskoðun norsku laganna um vátryggingarsamninga hefur enda talið slíkt ákvæði gilt eftir orðanna hljóðan, ólíkt „hlutlægum heilsuákvæð- um“.118 Þrátt fyrir það sem hér hefur verið sett fram er ljóst að umrædd undanþágu- ákvæði vegna sjúkdóma eru veruleg takmarkatilvik. Hér togast nefnilega á ófrávíkjanlegar reglur 4.-10. gr. VSL annars vegar og viðurkenndur réttur fé- lagsins til að semja um upphaf og lok tryggingar sinnar hins vegar, svo sem nánar verður fjallað um í köflum 3.9.3 og 4.5. Veigamikil rök mæla vitaskuld með því að félaginu sé heimilt að semja um að upphaf tryggingarverndar mið- ist við tiltekinn dag, enda sé „vátryggingarandlagið“ (sá „er líf hans eða heil- brigði er tryggt“, sbr. 121. gr. VSL, sbr. og kafla 3.9.2) þá í tilteknu, þekktu ástandi. Að sama skapi má telja óeðlilegt að félagið verði bundið við tryggingu sem það tók að sér „í góðri trú“ þegar vátryggingaratburðurinn hafði í raun þeg- ar orðið, þ.e. viðkomandi einstaklingur bar þá þegar tiltekinn sjúkdóm. Líkja mætti því við að félaginu væri gert skylt að standa við brunatryggingu vegna húss sem þegar var brunnið þegar samningur um trygginguna var gerður. Segja má að regluverk 3. mgr. 10. gr. VSL falli einfaldlega ekki vel, í það minnsta ekki að þessu afmarkaða leyti, að því óskráða grundvallarsjónarmiði vátrygg- ingaréttar að félagið verði með einhverjum sanngjömum hætti að geta samið 117 Alþt. 1953 A, bls. 245; Christrup: „Aftaler om syge- og ulykkesforsikring“. Juristen 1941, bls. 167 og Sflrensen, (1990), bls. 134-135 og 213 og (2002), bls. 118-119, 123-124 og 464. 118 NOU 1983:56, bls. 79. Áðumefndur dóntur Hæstaréttar Danmerkur frá 29. júní 1998 virð- ist byggja á sömu sjónarmiðum. Til hliðsjónar má einnig benda á dóm Hæstaréttar Islands frá 10. október 2002 í málinu nr. 118/2002 sem virðist ganga í sömu átt, en dómurinn er reifaður stutt- lega í kafla 3.9.3 hér á eftir. 80
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.