Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 178

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 178
5. HVENÆR VARÐ TJÓN? Ef svo ber til að tryggingarskyldur atburður verður eitt tryggingarár, tjón af völdum hans verður á öðru og tjónið uppgötvast á því þriðja, kann að vera erfitt að ákveða á hvaða tryggingartímabil tjónið skuli falla, sér í lagi ef breyting hef- ur orðið á vátryggjendum á tímabilinu. Sem dæmi má nefna að mistök í við- gerðum sem fram fóru eitt árið valdi tjóni árið eftir. - Hvaða trygging á að borga? Niðurstaðan samkvæmt enskum rétti er á þann veg að það sé ekki sú trygging sem var í gildi þegar tjónið uppgötvaðist, ekki sú trygging sem í gildi var þegar mis- tökin áttu sér stað, heldur sú þegar tjónið varð vegna mistakanna. Vera má að tjónið hafi verið að aukast yfir langt tímabil og er þá nauðsynlegt að deila við- gerðarkostnaðinum niður á þau tryggingartímabil sem til greina koma. Eins og fyrr segir er ekki ástæða til að fjalla hér um þátt hinna amerísku full- trúa á fundinum um reglur þar í landi þar sem ætla má að þær snerti ekki hags- muni íslenskra kaupskipaútgerða. Varðandi gildissvið hinna norsku skilmála kom m.a. eftirfarandi fram: Norsku vátryggingarskilmálamir vora síðast endurskoðaðir árið 1996 og gefnir út árið 2002. The Norwegian Insurance Plan er venjulega kallað The Plan eða skilmálamir. Þeir voru fyrst gefnir út árið 1871 og hafa síðan verið endur- skoðaðir á 30-40 ára fresti, og árið 1996 var gerð á þeim veigamikil breyting sem síðan var endurskoðuð 1997, 1999 og loks árið 2002. Flokkunarfélagið Det Norske Veritas sá áður um útgáfu skilmálanna, en það verkefni er nú í höndum CEROR (The Central Union of Marine Underwriters). í nefnd þeirri sem vinn- ur að gerð skilmálanna eru fulltrúar útgerðarmanna, vátryggjenda og niðurjöfn- unarmanna. Skilmálamir eru gefnir út í tveim bæklingum. í öðrum eru sjálfir skilmálarnir en í hinum greinargerð um tilurð skilmálanna og skýringar á túlk- un þeirra. Hér er um víðfeðma skilmála að ræða sem ná til allra aðalþátta sjó- vátrygginga að undanskildum klúbbtryggingum (P&I). Notkun þeirra er engan veginn bundin við norsk skip og í skýrslu Norwegian Central Union og Marine Underwriters fyrir árið 2001 kemur fram að 80% af tryggingariðgjöldum komi frá erlendum vátryggjendum. Má vera að nokkur hluti þeirra komi í raun frá norskum útgerðum sem hafa heimilisfang utan Noregs. Norsku skilmálunum er skipt í fjóra meginkafla. I þeim fyrsta eru almennar reglur sem ná til allra tegunda vátrygginga. Annar kafli fjallar einvörðungu um húftryggingar skipa. Sá þriðji fjallar um tryggingar á altjóni, stríðsáhættu og tryggingu á töpuðu farmgjaldi og loks sá fjórði um sérstakar tryggingar, svo sem strandferðarskipa, borpalla og áhættu skipabyggjenda. Grein þessi fjallar einvörðungu um tvo fyrstu kafla skilmálanna. Skal þá fyrst vikið að sönnunarbyrðinni. Hún er í skilmálunum með öðrum hætti en í ensku ITC reglunum. Meginreglan er sú að skilmálamir eru „All Risk“ trygg- ing, af því leiðir að hinn vátryggði verður að sanna að tjón hafi orðið. Þá kem- ur í hlut vátryggjandans að skoða tjónið og að því búnu er það skylda vátryggj- andans að sanna að hér sé ekki um bótaskyldu að ræða. Sönnunarbyrði ITC reglnanna er að þessu leyti snúið við. 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.