Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 178
5. HVENÆR VARÐ TJÓN?
Ef svo ber til að tryggingarskyldur atburður verður eitt tryggingarár, tjón af
völdum hans verður á öðru og tjónið uppgötvast á því þriðja, kann að vera erfitt
að ákveða á hvaða tryggingartímabil tjónið skuli falla, sér í lagi ef breyting hef-
ur orðið á vátryggjendum á tímabilinu. Sem dæmi má nefna að mistök í við-
gerðum sem fram fóru eitt árið valdi tjóni árið eftir. - Hvaða trygging á að borga?
Niðurstaðan samkvæmt enskum rétti er á þann veg að það sé ekki sú trygging sem
var í gildi þegar tjónið uppgötvaðist, ekki sú trygging sem í gildi var þegar mis-
tökin áttu sér stað, heldur sú þegar tjónið varð vegna mistakanna. Vera má að
tjónið hafi verið að aukast yfir langt tímabil og er þá nauðsynlegt að deila við-
gerðarkostnaðinum niður á þau tryggingartímabil sem til greina koma.
Eins og fyrr segir er ekki ástæða til að fjalla hér um þátt hinna amerísku full-
trúa á fundinum um reglur þar í landi þar sem ætla má að þær snerti ekki hags-
muni íslenskra kaupskipaútgerða.
Varðandi gildissvið hinna norsku skilmála kom m.a. eftirfarandi fram:
Norsku vátryggingarskilmálamir vora síðast endurskoðaðir árið 1996 og
gefnir út árið 2002. The Norwegian Insurance Plan er venjulega kallað The Plan
eða skilmálamir. Þeir voru fyrst gefnir út árið 1871 og hafa síðan verið endur-
skoðaðir á 30-40 ára fresti, og árið 1996 var gerð á þeim veigamikil breyting
sem síðan var endurskoðuð 1997, 1999 og loks árið 2002. Flokkunarfélagið Det
Norske Veritas sá áður um útgáfu skilmálanna, en það verkefni er nú í höndum
CEROR (The Central Union of Marine Underwriters). í nefnd þeirri sem vinn-
ur að gerð skilmálanna eru fulltrúar útgerðarmanna, vátryggjenda og niðurjöfn-
unarmanna. Skilmálamir eru gefnir út í tveim bæklingum. í öðrum eru sjálfir
skilmálarnir en í hinum greinargerð um tilurð skilmálanna og skýringar á túlk-
un þeirra. Hér er um víðfeðma skilmála að ræða sem ná til allra aðalþátta sjó-
vátrygginga að undanskildum klúbbtryggingum (P&I). Notkun þeirra er engan
veginn bundin við norsk skip og í skýrslu Norwegian Central Union og Marine
Underwriters fyrir árið 2001 kemur fram að 80% af tryggingariðgjöldum komi
frá erlendum vátryggjendum. Má vera að nokkur hluti þeirra komi í raun frá
norskum útgerðum sem hafa heimilisfang utan Noregs.
Norsku skilmálunum er skipt í fjóra meginkafla. I þeim fyrsta eru almennar
reglur sem ná til allra tegunda vátrygginga. Annar kafli fjallar einvörðungu um
húftryggingar skipa. Sá þriðji fjallar um tryggingar á altjóni, stríðsáhættu og
tryggingu á töpuðu farmgjaldi og loks sá fjórði um sérstakar tryggingar, svo
sem strandferðarskipa, borpalla og áhættu skipabyggjenda.
Grein þessi fjallar einvörðungu um tvo fyrstu kafla skilmálanna. Skal þá
fyrst vikið að sönnunarbyrðinni. Hún er í skilmálunum með öðrum hætti en í
ensku ITC reglunum. Meginreglan er sú að skilmálamir eru „All Risk“ trygg-
ing, af því leiðir að hinn vátryggði verður að sanna að tjón hafi orðið. Þá kem-
ur í hlut vátryggjandans að skoða tjónið og að því búnu er það skylda vátryggj-
andans að sanna að hér sé ekki um bótaskyldu að ræða. Sönnunarbyrði ITC
reglnanna er að þessu leyti snúið við.
172