Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 80

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 80
Eðli málsins samkvæmt verður að telja að félagið geti ekki borið fyrir sig skilmála- ákvæði sem hlutlæga ábyrgðartakmörkun, ef ákvæðið sjálft kveður beinlínis á um ann- að, þrátt fyrir að það væri ella heimilt. Hlutlægar ábyrgðartakmarkanir eru alla jafna strangari í garð vátryggðs en ákvæði sem skýra ber með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum VSL. Hafi félagið t.d. „eyrnamerkt" tiltekið ákvæði sem varúðarreglu verður að telja að félagið hafi með slíkri tilgreiningu fyrirgert rétti sínum til að bera fyrir sig við- komandi ákvæði sem hlutlæga ábyrgðartakmörkun ef það leiddi til lakari stöðu vá- tryggðs.97 Ekki verður talið að hlutlægar ábyrgðartakmarkanir þurfi að uppfylla sérstök efnis- skilyrði, þ.e. önnur en þau að í þeim felist ekki vísun til atvika eða háttsemi sem á und- ir gildissvið hinna ófrávíkjanlegu reglna VSL.98 Gagnályktun frá því er hins vegar vita- skuld ekki tæk. Akvæði sem uppfyllir ekki t.a.m. skilyrði þess að geta talist varúðar- regla í skilningi VSL verður ekki þegar af þeirri ástæðu talin hlutlæg takmörkun á ábyrgð félagsins.99 Því má velta fyrir sér hvort venja geti leitt til þess að félagið geti takmarkað ábyrgð sína á hlutlægan hátt. Hugtök öðlast með tímanum festu á sviði vátryggingaréttar. Svo dæmi sé tekið er hugtakið slys jafnan skýrt á þá leið í vátryggingarétti að átt sé við „skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á Iíkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans“.100 Vaknar þá sú spuming hvort félagið geti með vísan til sltkrar skilgreiningar hugtaka undanþegið sig ábyrgð þrátt fyrir að í viðkomandi skil- greiningu felist vísun til huglægrar afstöðu vátryggðs. Sem annað dæmi má nefna að talið er að félaginu sé frjálst að ákveða hvort það tryggir gegn innbrotsþjófnaði, án þess að það varði ófrávíkjanlegar reglur VSL, enda er þar um að ræða takmörkun á þeirri áhœttu sem tryggt er gegn. Hins vegar er hugtakið innbrotsþjófnaður í skilmálum vá- tryggingafélaga á hinum Norðurlöndunum að því leyti tengt aðgæslu vátryggðs, að sam- kvæmt skilgreiningu á hugtakinu telst ekki vera um innbrot að ræða ef viðkomandi hús- eign var ekki tryggilega læst. Sé ákvæðið talið hafa gildi eftir orðanna hljóðan gildir þannig einu hvort um er að kenna vanrækslu vátryggðs eður ei að húsið var ekki tryggi- lega læst, félagið verður laust úr ábyrgð ef sú var raunin þar sem ekki teldist vera um innbrotsþjófnað að ræða.101 Þá felur hugtakið rán, í skilmálum innbústryggingar danskra vátryggingafélaga, jafnan í sér að sá sem fyrir ráninu verður kalli á hjálp eða láti á ann- an hátt vita af atburðinum.102 Telja verður óeðlilegt ef félagið gæti með þessum hætti komið sér hjá beitingu ófrávíkjanlegra reglna VSL, enda má ætla að þær yrðu þá til lít- ils. Sem dæmi um slíkt mætti hugsa sér ímyndað ákvæði í skilmálum húftryggingar bif- reiðar, sem kvæði á um að tryggingin tæki til hvers konar tjóns á bifreið vátryggðs að undanskilinni íkveikju, sem skilgreind væri í skilmálunum sem bruni sem vátryggður ylli af gáleysi eða ásetningi. Slíkt ákvæði yrði skýrt með hliðsjón af 1. mlsl. 20. gr. VSL 97 Sorensen, (2002), bls. 197. 98 Þess var áður getið að hugsanlega megi gera kröfu til hlutlægra ábyrgðartakmarkana um skýr- leika. Lýtur sú krafa fremur að formi þeirra en efni. 99 Sbr. t.d. H 1977 343 þar sem reglur í skilmálum þóttu ekki svo glöggar að þær yrðu taldar bind- andi varúðarreglur í merkingu 1. mgr. 51. gr. VSL. 100 Fullyrða má að hugtaksskýringin sé nánast orðrétt sú sama í slysatryggingarskilmálum allra ís- lensku vátryggingafélaganna. 101 Selmer, bls. 285. 102 Lyngsö, (1994), bls. 596 og 599. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.