Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 116

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 116
ökuréttindi eða sýndi af sér stórkostlegt gáleysi. A slasaðist mikið er hann ók bifhjóli án þess að hafa til þess ökuréttindi þar sem hann hafði áður verið sviptur þeim. S neitaði greiðslu úr tryggingunni með vísan til reynsluleysis A og nefnds skilmála- ákvæðis, sem það taldi fela í sér varúðarreglu. Niðurstaða nefndarinnar var að nefnt ákvæði fæli ekki í sér „hreina hlutlæga takmörkun á gildissviði tryggingarinnar". Þá segir í úrskurðinum: „Þegar mið er tekið af framanrituðu, fyrirliggjandi gögnum og 18. gr. laga um vátryggingarsamninga telur nefndin að ökumaður bifhjólsins eigi rétt til greiðslu skaðabóta að hálfu. Skerðing bótaréttar er tilkomin þegar tekið er mið af atvikum öllurn og hinum samverkandi þáttum slyssins sem rekja má til réttindaleys- is, reynsluleysis og stórkostlegs gáleysis hins vátryggða". Ekki er ljóst hvaða ályktanir má draga af niðurstöðu nefndarinnar í málinu. Af orðalagi 124. gr. VSL má gera ráð fyrir að niðurstaðan verði „allt eða ekk- ert“ þegar henni er beitt. Vátryggður hefði því að öllum líkindum ekki fengið neinar bætur í málinu þar sem félaginu tókst að sýna fram á að slysið mætti rekja til réttindaleysis (hæfnisskorts) hans til aksturs bifhjólsins. Um það verð- ur hins vegar ekkert fullyrt. Hér við bætist að umrætt ákvæði í skilmálum trygg- ingarinnar var óskýrt, en þar sagði að réttur til vátryggingarbóta gæti fallið nið- ur ef ekið væri án ökuréttinda. Má því hugsa sér að nefndin hafi talið sig hafa svigrúm til mats á aðstæðum við beitingu ákvæðisins. Þegar því er slegið föstu að ökuskírteinisákvæði teljist vaníðarreglur í skiln- ingi VSL vaknar sú spuming hverjir geti talist til þess hóps sem gæta skal þess að umrædd varúð sé viðhöfð, svo notað sé orðalag 51. gr. VSL. Amljótur Bjöms- son telur að bifreiðarstjóri, sem ekur bifreið fyrir eigandann, verði almennt tal- inn í þeirri aðstöðu að honum sé skylt að gæta varúðarreglna og það sama gildi um vörslumenn sem löglega eru að bifreið vátryggðs komnir. Bendir hann m.a. annars í því sambandi á þá skoðun sem fram kemur í sératkvæði í H 1961 234 sem reifaður er hér að framan.228 Þar taldi einn dómari Hæstaréttar að leigutaki bifreiðar væri sá sem gæta skyldi þess að varúð samkvæmt „ökuskírteinis- ákvæði“ væri viðhöfð. Sindballe og Drachmann Bentzon og Christensen telja að ökumaður, sem ekur bifreið vátryggðs, sé ekki sá sem gæta skal varúðar þeg- ar reynir á beitingu ökuskírteinisákvæða.229 Taka má undir þá skoðun að öku- maður verði almennt talinn í þeirri aðstöðu að honum sé skylt að gæta varúðar- reglna. Hins vegar hníga ýmis rök gegn því þegar um „ökuskírteinisákvæði“ er að ræða. Segja má að varúðarreglur geti í raun haft sömu áhrif og hlutlægar ábyrgðartakmarkanir á réttarstöðu vátryggðs að því leyti sem þriðji maður verð- ur talinn eiga að gæta þeirra, vegna þess að vátryggður á í þeim tilvikum oft litla eða enga möguleika á að hafa eftirlit með því að varúðarreglunum sé fylgt. I sumum tilvikum kann auðvitað að vera eðlilegt að vátryggður beri ábyrgð á 228 Arnljótur Björnsson, (1986). bls. 63-64 og (1988), bls. 154. 229 Sindballe, (1948), bls. 111 og Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 125 og 295- 296 neðanmáls. Sindballe telur hins vegar á tilvitnuðum stað að ökumaðurinn sé sá sem gæta skal þess að varúðin sé viðhöfð þegar um er að ræða undanþágu í skilmálum vegna ölvunar ökumanns. 110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.