Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 96
Af orðalagi dómsins má ráða að Hæstiréttur telji að breytt afnot af húsinu
hafi í raun falið í sér aukna áhættu, en þar sem ekki voru uppfyllt skilyrði 45.
gr. VSL um huglæga afstöðu vátryggðs og skilyrði greinarinnar um að hættan
skyldi nefnd í skírteininu, hafi félagið ekki getað borið hina auknu áhættu fyrir
sig.150 Er sú niðurstaða í samræmi við reglur VSL um aukna áhættu og má telja
að niðurstaðan í H 1959 591 hefði átt að ráðast af sömu sjónarmiðum. Á hinn
bóginn verður að hafa í huga að í H 1967 753 bar félagið fyrir sig að breytt not
hússins hefðu falið í sér aukna áhættu en ekki var að finna undanþáguákvæði í
skilmálum vegna þeirra aðstæðna.
Almennt er talið að skilmálaákvæði í slysatryggingum sem tilgreina starf
þess sem tryggður er varði aukna áhættu eins og nánar verður rætt í kafla 4.17.
Má telja þá niðurstöðu eðlilega með hliðsjón af því sem hér sagði áður, enda
fela atvinnuskipti jafnan í sér aukna eða minni áhættu, en sjaldan aðra áhœttu
en tryggt er gegn. Hugsanlega gildir það sama um aðrar tryggingar.
ASD 1962A:128
Vátryggingartaki var með starfsábyrgðartryggingu sem bóndi með almennan land-
búnað en tók upp húsdýrarækt. I úrskurði Assurandpr-Societetet var ekki talið 45. gr.
FAL ætti við um þær aðstæður.151
Þrátt fyrir að styðjast megi við ofangreind sjónarmið til leiðbeiningar er rétt
að fara nokkrum orðum um sjónarmið sem mæla því í gegn að láta niðurstöð-
una velta á mati á því hvort áhættan hefur aukist eða hvort um aðra áhættu er
að ræða. Þegar því er slegið föstu, að skilmálaákvæði um notkun vátryggðra
muna verði metin út frá reglum VSL um aukna áhættu, felur það í sér að félag-
ið ber ábyrgð samkvæmt 1. og 2. mgr. 45. gr. laganna eftir pro rata reglu. Eini
möguleiki félagsins til þess að losna úr ábyrgð væri því að sýna fram á að það
hefði ekki viljað taka að sér tryggingu með þeim skilmálum að tryggingin tæki
til viðkomandi notkunar. Ella verður félagið að greiða einhverjar bætur. Skýr-
ing skilmálaákvæðis með hliðsjón af reglum 45.-50. gr. VSL felur með öðrum
orðurn í sér að vátryggður nýtur jafnan vemdar tryggingarinnar í einhverjum
mæli, óháð hegðun sinni, og fær hlutfallslegar bætur eftir því hversu hátt ið-
gjald hann hefði þurft að greiða hefði hann viljað að tryggingin tæki til viðkom-
150 Ekki er ljóst til hvaða hugrænu afstöðu vátryggðs Hæstiréttur er hér að vísa. Verður í því sam-
bandi að hafa í huga að þrátt fyrir að reglur VSL um aukna áhættu setji skorður við ábyrgðartak-
mörkunum í skilmálum, þar sem þær setja skilyrði um huglæga afstöðu vátryggðs fyrir því að fé-
lagið verði laust úr ábyrgð, er beiting þeirra reglna óháð huglægri afstöðu vátryggðs að því leyti að
hafi áhættan aukist með vilja hans skiptir ekki máli hvort honum var ljóst að um var að ræða aukna
áhættu, sbr. Lyngso, (1992), bls. 222.
151 Reifun byggð á LyngsO, (1994), bls. 274-275. Hann tekur úrskurðinn sem dæmi um að skil-
yrði sé fyrir beitingu reglna FAL um aukna áhættu að áhættan hafi í raun aukist. Má því ganga út
frá að reglum FAL um aukna áhættu hefði verið beitt í umræddu tilviki, hefði áhættan í raun auk-
ist, en að ekki hefði verið talið að starfsemi vátryggðs hefði fallið utan gildissviðs tryggingarinnar.
90