Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 93

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 93
S0rensen notast við hugtakið „áhættumunur“ í umfjöllun sinni um aukna áhættu í skilningi vátryggingaréttar. Hugtakið skýrir hann út frá mengjahugtaki stærðfræðinnar, þannig að tiltekin áhætta sem trygging er tekin gegn saman- standi af mörgum áhættuþáttum sem setja megi í mengið A. A vátryggingar- tímabilinu komi til sögunnar áhættuþættir sem setja megi í mengið B. Þá áhættu- þætti sem bæði eru í A og B nefnir Sörensen sameiginlega áhættu, en þá sem aðeins eru í B, áhættumun. Þeir áhættuþættir sem eru í báðum mengjum falli undir trygginguna án frekari skoðunar. Þeir áhættuþættir sem aðeins eru í mengi B auki hins vegar þá áhættu sem félagið tók að sér að tryggja gegn. Réttur vá- tryggðs til bóta vegna slíkra áhættuþátta ráðist því af reglum FAL. Sé ekki um sameiginlega áhættu að ræða, t.d. ef áhættan í mengi A er sú að sá sem tryggð- ur er lendi í slysi, en í B að hann verði fyrir tjóni sem rekja megi til styrjaldar, sem er undanþegin áhætta samkvæmt skilmálum, sé ekki um áhættumun að ræða í B, heldur sjálfstætt mengi áhættu sem ekki falli undir gildissvið trygg- ingarinnar.141 Selmer álítur að ákvæði, sem undanþiggja félagið alveg ábyrgð vegna tiltekins áhættuþáttar, teljist hlutlægar ábyrgðartakmarkanir en ákvæði sem beinist að því að draga úr áhættunni að einhverju marki beri að skýra með hliðsjón af reglum FAL um aukna áhættu. Akvæði sem undanþiggi félagið ábyrgð vegna bruna af völdum eldinga falli í fyrri flokkinn en ákvæði, sem kveði á um að tjón af völdum eldinga fáist aðeins bætt sé vátryggð bygging útbúin eldingavara, í þann síðari.142 Af þessari umfjöllun má ljóst vera að erfitt er að setja fram skýrar reglur um hvenær skýra beri skilmálaákvæði með hliðsjón af reglum 45.-50. gr. VSL. Þó er þar við ýmis sjónarmið að styðjast. Eins og Drachmann Bentzon og Lyngsd hafa bent á felst vemd 45.-50. gr. VSL einkum í því að hafi félagið tekið að sér að tryggja gegn tiltekinni áhættu getur það ekki borið fyrir sig aukningu henn- ar, nema að uppfylltum skilyrðum nefndra greina.143 Þetta má e.t.v. orða á þá leið að stigsmunur á tryggðri áhættu skuli einungis hafa áhrif eftir reglum VSL um aukna áhættu, en eðlismunur (önnur áhætta) valdi því að tilvikið falli utan gildissviðs tryggingarinnar. Svarið við spumingunni um hvort tiltekið skilmála- ákvæði falli undir gildissvið 45.-50. gr. VSL veltur þar af leiðandi á því hvenær telja megi að um aukna áhættu sé að ræða, og hvenær megi telja að um „aðra áhættu“ sé að ræða.144 Virðist mega leiða sambærilega reglu af framsetningu 141 Sorensen, (2002), bls. 186-187. Ekki er víst að þessi hugtakanotkun Sórensen sé tii þess fall- in að varpa ljósi á vandamálið. Sprensen skýrir þetta hins vegar nánar með öðru dæmi: 1 skilmál- um bifreiðatryggingar segir að tilkynna skuli áhættuaukningu vegna breyttrar notkunar bifreiðar- innar. Vátryggður hefur tryggt bifreið sína sem einkabifreið, með áætlaðan akstur um 25.000 kíló- metra á ári. Vátryggður skiptir um atvinnu, þannig að hann nýtir bifreiðina í atvinnuskyni, og ekur henni 100.000 kflómetra á ári. í þessu tilfelli er áhættumunurinn (áhættuaukningin) 75.000 kfló- metra akstur á ári, en sameiginleg áhætta 25.000 kflómetra akstur á ári. Tilvikið á þ.a.l. undir pro rata reglu 45. gr. FAL, sbr. Sorensen, (2002), bls. 187. 142 Seímer, bls. 168. 143 Drachmann Bentzon, (1931), bls. 236 og LyngsO, (1992), bls. 227. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.