Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 151
áhættu“. Má hugsanlega af því leiða að félaginu sé heimilt að undanþiggja sig
ábyrgð vegna allra tjóna, sem valdið er af nánar tilgreindum aðilum eða aðilum
sem standa utan nánar tilgreinds hóps, líkt og í ákvæði því sem á reyndi í mál-
inu. Sé það gert með skýrum hætti mætti í það minnsta halda því fram að vá-
tryggðum megi vera ljóst frá upphafi að hann njóti einfaldlega ekki vátrygging-
arvemdar gagnvart hegðun tiltekinna manna og að sú áhætta, sem hann er
tryggður gegn, sé takmörkuð að því leyti. A hinn bóginn getur verið varasamt
að leggja of mikla merkingu í hin tilvitnuðu orð dómsins, enda segir þar aðeins
að félagið hafi „ekki tekið á sig áhættu af tjóni, sem yrði á bifreiðinni, þegar
hún hefði verið lánuð með þeim hætti, sem í málinu greinir“ (auðkennt hér).
Ekki er ljóst hvort átt er við ölvun lánþegans í þessu sambandi,342 eða að lán-
þegi hafi staðið utan þess hóps sem aka mátti bifreiðinni samkvæmt ákvæðum
skilmálanna. Athyglisvert hefði t.d. verið að sjá hver niðurstaðan hefði orðið ef
L hefði stolið umræddri bifreið, eða ef um annars konar ólögmæta notkun hefði
verið að ræða. í málinu má nefnilega meta það B til sakar að honum má hafa
verið ljóst að L var ekki talinn til þess hóps sem nota mátti bifreiðina samkvæmt
skilmálum vátryggingarinnar. Hins vegar standa sanngimisrök gegn því að fé-
lagið væri laust úr ábyrgð ef einhver utan fyrmefnds fjölskylduhóps hefði í leyf-
isleysi ekið bifreiðinni og valdið skemmdum á henni.343
Þessi niðurstaða verður hins vegar ekki talin vafalaus, enda verður að hafa í
huga að félaginu er frjálst að takmarka gildissvið vátryggingar í tíma, jafnvel
þó að tímamörkin miðist að einhverju leyti við hegðun vátryggðs, eins og áður
var getið. Er því varasamt að útiloka að slík takmörkun verði talin gild eftir orð-
anna hljóðan, t.d. ef kveðið er á um að tryggingin falli niður við lán á vátryggð-
um mun til þriðja manns. A móti því kemur hins vegar að lán vátryggðs á vá-
tryggðri bifreið hans stendur í svo nánu sambandi við huglæga afstöðu og eft-
irlit af hans hálfu með vátryggðum mun að rök standa til þess að láta hegðun
hans í þeim efnum koma til skoðunar eftir ófrávíkjanlegum reglum VSL. Að
öðru leyti verður að vísa til umfjöllunar um skilmálaákvæði sem kveða á um til-
tekna notkun vátryggðs munar, í kafla 4.15.
4.13.2 Skilmálaákvæði um áhrif vanrækslu þriðja manns
á að gæta varúðarreglna
Mikið hefur verið ritað um áhrif vanrækslu þriðja manns á að gæta varúðar-
reglna, en lítið sem ekkert ritað um heimildir félagsins til að setja ákvæði þess
efnis í skilmála sína og víkja með því frá almennum reglum sem gilda á þessu
sviði vátryggingaréttar. Til skýringar á því hvað hér er átt við má hugsa sér að
342 Um áhrif ölvunar þriðja manns á rétt vátryggðs til bóta er fjallað í kafla 4.7.
343 Sbr. t.d. Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 124; Drachmann Bentzon: „Fra
den danske Hfjjesterets praksis i 1948“ (umfjöllun um dóminn í U 1948:682 (HD) sem reifaður er
í kafla 4.15), TFR 1949, bls. 188 og Arnljótur Björnsson, (1988), bls. 157-158.
145
L