Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 76

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 76
Með hliðsjón af þessari dómaframkvæmd setur Selmer fram nokkrar reglur.82 Hann telur almennar undanþágur vegna tiltekinnar áhœttu, s.s. stríðs eða jarðskjálfta, ekki eiga undir gildissvið ófrávíkjanlegra reglna FAL. Þá telur hann það sama eiga við um ákvæði er afmarka tímamörk og landfræðilegt gildissvið vátryggingar. Loks telur Sel- mer að tilgreining vátryggingarandlags falli utan gildissviðs ófrávíkjanlegra reglna FAL og vísar í því sambandi til eftirfarandi dóms: NRT 1945:89 (NH) Verslunarmaður hóf sölu á pelsum og skinnum í verslun sinni sem vátryggð var sem tóbaksverslun. Eftir að 13 refaskinnum var stolið úr versluninni krafðist verslunar- maðurinn þess að þau yrðu bætt honum. Hæstiréttur Noregs sýknaði félagið af kröf- unni með þeim rökstuðningi að verslun með skinnin hefði falið í sér umtalsverða aukningu áhættunnar og að vátryggingarsamningurinn tæki ekki samkvæmt orðalagi sínu til verslunar með skinn.83 Selmer telur dóminn í NRT 1979:554 (NH), einkum koma til skoðunar þegar um er að ræða ákvæði sem varða notkun, viðhald og eftirlit með vátryggingarandlaginu eða áskilja að vátryggður hafi tiltekin réttindi o.s.frv. Næst liggi samkvæmt orðanna hljóð- an að túlka slfk ákvæði sem dulbúnar varúðarreglur, en samkvæmt 1. mgr. 51. gr. FAL verði félagið því aðeins laust úr ábyrgð í þeim tilvikum þegar vátryggður hefur sýnt af sér sök og orsakasamband er á milli þeirrar háttsemi og vátryggingaratburðarins. Hins vegar bendir Selmer á að þrátt fyrir að það komi ekki fram í forsendum dómsins í NRT 1979:554 (NH) sé líklegt að Hæstiréttur Noregs hefði metið umrætt viðhaldsákvœði gott og gilt ef vátryggður hefði í umræddu tilviki sýnt af sér gáleysi við viðhald vagns- ins og rekja mætti óhappið til þess. I dóminum hafi hins vegar aðeins reynt á gildi ákvæðisins gagnvart 20. gr. FAL og því hefði félagið þurft að sýna fram á stórkostlegt gáleysi vátryggðs til að komast hjá ábyrgð.84 I skilmálaákvæðum er stundum kveðið á um að félagið sé laust úr ábyrgð án tillits til orsakasambands á milli undanþeginnar áhættu og vátryggingaratburðarins. Selmer tel- ur í því sambandi að hlutlægum ábyrgðartakmörkunum verði ekki beitt samkvæmt orð- anna hljóðan í þeim tilvikum þegar engin rök hníga til þess að félagið sé alveg laust úr ábyrgð.85 Þá telur Selmer að skilmálaákvæðum sem leysa félagið undan ábyrgð verði ekki beitt nema þau taki bersýnilega til þess tilviks sem til skoðunar er hverju sinni. Sel- mer minnir í þessu sambandi á þá eðlilegu túlkunarreglu samningaréttar að óskýr ákvæði í stöðluðum skilmálum verði skýrð þeim í óhag sem hafði veg og vanda af gerð þeirra.86 82 Þrátt fyrir að þeir dómar er Selmer nefnir í umfjöllun sinni, og hér hafa verið reifaðir, hafi ef- laust mikið vægi er vandséð að þeir nægi til að af þeim verði beinlínis leiddar þær reglur er Selmer setur fram. Niðurstaða Selmer virðist byggjast á athugun á því hvers konar ábyrgðartakmarkanir feli ekki í sér skírskotun til sakar (huglægrar afstöðu) vátryggðs og séu þ.a.l. óháðar ófrávíkjanleg- um reglum FAL þótt hann geti þess ekki sérstaklega. 83 Reifun byggð á Selmer, bls. 196. Þrátt fyrir að í dóminum segi að umrætt tilvik hafi falið í sér aukna áhœttu var ekki tekin nánari afstaða til þess hver niðurstaðan væri eftir pro rata reglu 45. gr. FAL. 84 Selmer, bls. 198. 85 Selmer, bls. 197. 86 Selmer, bls. 199. 70
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.