Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 132

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 132
4.9 Haffærni og lofthæfi I húftryggingarskilmálum vegna skipa er gjaman að finna ákvæði sem undan- þiggja ábyrgð félagsins tjón sem rekja má til lélegs ástands skipsins, eða til þess að skipið lá gæslulaust við bryggju. Fela slík ákvæði í sér skyldu um aðgæslu var- úðar og eftirlit og verða sem slík að teljast til varúðarreglna í skilningi VSL.281 Um haffæmi skipa gildir að öðru leyti sérregla 63. gr. VSL. Samkvæmt henni verður félagið laust úr ábyrgð, sé ekki á annan veg samið, ef rekja má tjón til þess að skipið var óhaffært þegar það lét síðast úr höfn, það var ófullnægj- anlega útbúið eða mannað, hafði ekki nauðsynleg skipsskjöl eða var ekki tryggilega hlaðið. Samkvæmt 2. mlsl. 63. gr. VSL gildir þessi regla hins vegar ekki ef ætla má að hvorki útgerðarmaður né skipstjóri hafi vitað eða mátt vita að nefndum atriðum var áfátt. Félagið ber sönnunarbyrðina fyrir óhaffæmi skipsins og orsakasambandi milli þess ástands og tjónsins, en útgerðarmaður- inn (vátryggður) fyrir því að hann og skipstjórinn hafi verið í góðri trú.282 Skilmálaákvæði um lofthæfi flugvéla verða alla jafna skýrð með hliðsjón af 51. gr. VSL. H 1980 1329 Þ tók flugvél í eigu K á leigu. Var flugvélin húftryggð hjá vátryggingafélaginu A. Vélin skemmdist mikið er hún hrapaði til jarðar. Töldu sérfræðingar Loftferðaeftir- litsins að rekja mætti óhappið til óhreininda í bensíni vélarinnar. A synjaði um greiðslu vátryggingarbóta með vísan til ákvæðis í kafla vátryggingarskírteinisins, sem fjallaði um ábyrgðir (warranties), þar sem sagði: „WARRANTED THAT 1. The insured will comply with all air navigation and airworthiness orders and require- ments issued by any competent authority and will take all reasonable steps to ensure that such orders and requirements are complied with by Insured’s agent(s) and employees and that the aircraft shail be airworthy at the commencement of each flight“. I dómi Hæstaréttar var fallist á það með A að meta bæri ákvæðið sem varúð- arreglu að því er varðar þann hluta þess sem fjallar um lofthæfi í upphafi ferðar.283 I málinu var því reyndar ekki haldið fram af félaginu að umrætt ákvæði hefði að geyma hlutlæga ábyrgðartakmörkun, en með hliðsjón af skoðunum fræðimanna um skilmálaákvæði um haffæmi skipa og almenn ákvæði um við- hald og ástand vátryggðra muna, sbr. umfjöllun í köflum 4.10, 4.14 og 4.18, má telja að niðurstaðan hefði orðið sú sama þrátt fyrir það. 281 Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 67 og 70 og Lyngsó, (1994), bls. 512. 282 Drachmann Bent/on og Christensen, (1954), bls. 371 og 373. Um efni 63. gr. VSL má vísa nánar til Sindballe. (1948) bls. 108; Drachmann Bentzon og Christensen, (1954), bls. 370; Hellner. (1955), bls. 37 og (1965), bls. 451 og Lvngsö, (1992), bls. 276 og áfram og (1994), bls. 512. Drachmann Bentzon og Christensen vilja skýra reglu 63. gr. FAL í samræmi við 51. gr. lag- anna, sbr. Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 294, en Hellner telur regluna standa mitt á milli varúðarreglna og hlutlægra ábyrgðartakmarkana, sbr. Hellner, (1965), bls. 452. 283 Reifun byggð á DÍV. 126
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.