Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 16
stjómarskrám víðast hvar annars staðar í hinum vestræna heimi.8 Það em
þannig engin eðlislæg tengsl á milli réttarríkisins og lýðræðisfyrirkomulagsins.
Lögmætisreglan í refsirétti (nullum crimen sine lege, nulla poena sine lege)
er rökrétt afleiðing hugmyndafræðilegrar þróunar sem átti sér stað samfara um-
bótaviðleitni upplýsingaraldar.9 Þar var leitast við að tryggja framgang hug-
mynda um að skapa réttarkerfi sem byggt væri annars vegar á stöðugum, fyrir-
sjáanlegum og framvirkum réttarreglum, þ.e. grunnforsendum réttarríkisins, og
hins vegar á sjónarmiðum um veraldlegt eðli ríkisvaldsins sem ætti uppsprettu
hjá fólkinu. Það væri með öðmm orðum óeðlilegt og ósanngjamt að beita ríkis-
valdi til að refsa einstaklingi fyrir háttsemi sem hann gæti ekki með fullnægj-
andi hætti staðreynt fyrir fram að væri bönnuð eða boðin. Þá yrði að ganga út
frá því að það væri siðferðilega óásættanlegt að valdið til að ákveða hvað ætti
að vera refsivert á hverjum tíma væri ekki hjá fólkinu sjálfu, enda væri ekki
hægt að beita ríkisvaldi nema í samræmi við vilja þess.
2.2 Markmið og tilgangur refsinga og iögfesting grunnreglunnar í
íslenskum rétti
Lögmætisreglan á sviði refsiréttar hefur einnig verið rökstudd með vísan til
kenninga um markmið og tilgang refsinga, einkum sjónarmiða um vamaðaráhrif
þeirra, og sem stjórnunartœkis löggjafans til að hafa áhrifá breytni manna með
hátternisreglum að viðlagðri hótun um refsingu,10 Jónatan Þórmundsson lýsir í
riti sínu Afbrot og refsiábyrgð I kenningum þýska refsiréttarfræðingsins Paul
Johann Anselm, Ritter von Feuerbach (1775-1833), en talið er að hann hafi lagt
fræðilegan grundvöll að gmnnreglunni um lögbundnar refsiheimildir. Þar segir
Jónatan m.a. svo:11
8 Sjá hér nánar umfjöllun um uppmna hinnar almennu lögmætisreglu og tengsl hennar við lýðræði
í grein Kjartans Bjarna Björgvinssonar: „Verðleikar laganna - lagaáskilnaðarregla mannrétt-
indasáttmála Evrópu og afstaða hennar til íslensks réttar". Úlfljótur. 3. tbl. 56. árg. (2003), bls. 356.
Þar segir m.a. svo: „Lýðræðisbyltingin í Evrópu markaði afgerandi þáttaskil í afstöðu manna til
hlutverks ríkisvaldsins. Hugmyndum um að einvaldurinn þægi vald sitt frá almættinu og stæði því
einu reikningsskil gerða sinna var varpað fyrir róða og í stað þess var litið svo á að vald ríkisins
yrði aðeins til samkvæmt lýðræðislegu umboði borgaranna. Samkvæmt þessu bám handhafar ríkis-
valdsins ábyrgð á meðferð valdsins gagnvart borgumnum sem þeir höfðu þegið vald sitt frá en það
hafði jafnframt í för með sér að ríkisvaldinu vom ætlaðar ákveðnar skyldur gagnvart borgurunum
sem fólust í að tryggja þeim þann rétt sem þeim bæri að lögum“.
9 Jónntan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 151-153.
10 Helge Rostad: „Blankettstraffebud". Lov og Rett (1995), bls. 567-568. Þar segir m.a. svo á bls.
567: „Gjennom straffelovgivningen spker rettsordenen á pávirke borgemes atferd. Lovgiveren
utformer regler som forbyr upnsket atferd eller pábyr pnsket atferd - alt under trusel om at ved
overtredelse av vedkommende straffebud kan strajf ilegges. Reglene om de enkelte straffbare
handlinger - straffebudene - inneholder sáledes to elementer: en atferdsnorm (kriminaliserings-
elementet) og en straffetrusel (penaliseringselementet)“.
11 Jónatan Þórmundsson: Afbrot og refsiábyrgð I, bls. 151.
10