Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 166
í 4. og 64. gr. frumvarpsins er að finna ákvæði um skyldur félagsins til að
veita vátryggingartaka upplýsingar við töku tryggingar. Meðal þeirra upplýs-
inga sem félaginu ber að veita honum eru upplýsingar um takmarkanir á gildis-
sviði tryggingarinnar.387 I frumvarpinu er á hinn bóginn ekki að finna reglur um
afleiðingar þess að félagið vanrækir þá upplýsingaskyldu sína. Við mat á rétt-
arstöðu vátryggðs í slíku tilviki yrði væntanlega að fara að almennum reglum
fjármunaréttar. Má þannig ætla að félagið geti í einhverjum tilvikum misst rétt-
inn til að bera fyrir sig takmarkanir á gildissviði tryggingarinnar, hafi það ekki
skýrt vátryggingartaka frá þeim.388 Má einkum ætla að slíkt geti gerst í þeim til-
vikum þegar um er að ræða ábyrgðartakmarkanir, sem ekki geta talist almenn-
ar í sambærilegum tryggingum, eða takmarkanir sem vátryggingartaki gat ekki
með réttu vænst að væru á vátryggingarvemdinni. Við þær aðstæður gæti staða
aðila einnig komið til skoðunar, hugsanleg sérfræðiþekking vátryggingartaka
o.s.frv. Þá gæti félagið einnig borið skaðabótaábyrgð á grandvelli sakar eftir al-
mennum reglum.389
Að lokum er rétt að geta nokkuð merkilegs nýmælis í 86. gr. frumvarpsins
sem varðar svokölluð „sjúkdómaákvæði“ sem fjallað hefur verið um í köflum
3.5, 3.9.3, og 4.5 hér að framan. í 1. mgr. 86. gr. frumvarpsins segir:
Taki vátrygging til afleiðinga sjúkdóms eða meins getur félagið ekki gert fyrirvara
um að það sé laust úr ábyrgð vegna þeirra tilvika að sjúkdómurinn eða meinið hafi
verið fyrir hendi þegar ábyrgð þess hófst.
Þetta ákvæði hefði að ósekju mátt vera skýrara. Það er til dæmis ekki skýrt
hvort með þessu er átt við að félaginu sé einungis óheimilt að setja almenna
undanþágu í skilmála vegna „allra þeirra sjúkdóma sem voru fyrir hendi þegar
ábyrgð félagsins hófst“, eða hvort ákvæðið banni félaginu einnig að undan-
þiggja sig ábyrgð vegna sjúkdóma sem nánar yrðu taldir í skilmálum eða vá-
tryggingarskírteini.
í a- og b-liðum 1. mgr. 86. gr. frumvarpsins er að finna tvær mikilvægar
undantekningar frá framangreindri meginreglu, þar sem segir:
Slíkur fyrirvari er þó gildur:
a. ef hann byggist á upplýsingum sem félagið hefur fengið með lögmætum hætti um
hinn vátryggða eða
b. félaginu er af sérstökum ástæðum, öðrum er greinir í 2. mgr. 82. gr., útilokað að
afla upplýsinga frá vátryggðum. í slíkum tilvikum er félagið samt ábyrgt vegna
sjúkdóms eða meins sem hinn vátryggði vissi ekki um þegar ábyrgð þess hófst.
387 Ákvæði 4. gr. frumvarpsins taka til skaðatrygginga en ákvæði 64. gr. til persónutrygginga (þ.e.
líftrygginga, slysatrygginga og sjúkratrygginga). Rétt er að geta þess að orðalagsmunur er á ákvæð-
unum, en ekki eru tök á að ræða hann sérstaklega hér.
388 Arnljótur Björnsson, (2003), bls. 105.
389 Arnljótur Björnsson. (2003), bls. 105.
160