Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 163
því sú að þrátt fyrir tilhneigingu til að skýra ákvæðin um atvinnuskipti með
hliðsjón af reglum VSL um aukna áhættu þá verður ekki útilokað að slík ákvæði
geti talist hlutlæg takmörkun á ábyrgð félagsins, séu þau orðuð á nægilega skýr-
an hátt.
I skilmálum slysatrygginga er stundum kveðið á um að slysatryggðum beri
skylda til að tilkynna félaginu um aukna áhættu, t.d. vegna atvinnuskipta. Ekki
verður talið að vanræksla þeirrar skyldu hafi áhrif á rétt vátryggðs í slysatrygg-
ingum, líkt og í skaðatryggingum, sbr. 46. gr. VSL, enda verður ekki kveðið á
um að aukin áhætta hafi ríkari áhrif en segir í 1. mgr. 121. gr. VSL, sbr. 4. mgr.
sömu greinar.379
4.18 Notkun öryggisbúnaðar
í skilmálum er stundum mælt fyrir um notkun tiltekins öryggisbúnaðar.
Fræðimenn hafa talið slík ákvæði fela í sér varúðarreglur í skilningi VSL.380
Fellur það vel að þeirri skilgreiningu varúðarreglna, sem getið var í kafla 3.8,
að til þeirra teljist skilmálaákvæði sem fela í sér fyrirmæli um hegðun vá-
tryggðs, athöfn eða athafnaleysi, og stefna að því að draga úr líkum á því að vá-
tryggingaratburðurinn gerist eða að draga úr afleiðingum hans. Samkvæmt 51.
gr. VSL fær vátryggður fullar bætur geti hann sýnt fram á að vanræksla á slíkri
reglu hafi engin áhrif haft á tjónið.
AK 22:631
I vátryggingarskírteim sagði að vátryggð snekkja væri útbúin með sjálfvirku slökkvikerfí.
Svo reyndist hins vegar ekki vera. Snekkjan eyðilagðist í bruna af völdum sprengingar.
Þar sem vátryggður þótti hafa sýnt fram á að sjálfvirkt slökkviketfi hefði hvorki komið í
veg fyrir tjónið né takmarkað það þótti hann eiga rétt á fullum bótum vegna þess.381
Dæmi sem oft er vitnað til í þessu sambandi er skilmálaákvæði sem gerir að
skilyrði fyrir ábyrgð félagsins að vátryggð fasteign sé búin eldingavara í for-
svaranlegu ástandi. Akvæði þess efnis leggur skyldu á vátryggðan og aðra til at-
hafna eða eftirlits í því augnamiði að koma í veg fyrir tjón eða draga úr umfangi
þess. Samkvæmt orðanna hljóðan felur ákvæðið hins vegar einnig í sér að fé-
lagið undanþiggur sig ábyrgð vegna lélegs ástands eldingavarans. Þar sem lé-
legt ástand eldingavara verður hins vegar að jafnaði rakið til vanrækslu vá-
tryggðs (eða þeirra sem hann verður samsamaður með) af einum eða öðrum
toga er eðlilegt að skýra ákvæðið með hliðsjón af ófrávíkjanlegum reglum VSL.
Með hliðsjón af tilgangi ákvæðisins verður það talið liggja næst að telja það
varúðarreglu í skilningi 1. mgr. 51. gr. VSL.382 Með hliðsjón af H 1996 3992,
379 Sorensen, (1990). bls. 193.
380 Sbr. t.d. NOU 1983:56, bls. 85; SOU 1986:56, bls. 587: Sbrensen, (1990), bls. 195-197 og
Lyngso. (1994), bls. 309.
381 Reifun byggð á Lyngso, (1994), bls. 302.
382 Sindballe. (1948), bls. i 15 og Loken, bls. 68-69.
157