Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 106

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 106
ingsgerð við mat á rétti vátryggðs til greiðslu vátryggingarbóta.193 Sé á hinn bóginn um að ræða ótilgreint magn muna í eigu vátyggðs eða á tilteknum stað yrði niðurstaðan frekar sú að tilgreining staðsetningar munanna yrði skoðuð sem afmörkun vátryggingarandlagsins.194 Önnur ákvæði sem tilgreina andlag vátryggingar geta valdið vandkvæðum í framkvæmd. Svo notað sé dæmi Selmer mætti hugsa sér skilmálaákvæði sem kvæði á um að vátryggðar væru hundrað bifreiðar í vörugeymslu vátryggðs. Ef tíu bifreiðum að auki væri síðar ekið inn í vörugeymsluna án vitundar vátryggðs vaknar sú spurning hvort vátryggður gæti borið fyrir sig ákvæði 46. gr. VSL ef viðbótarbifreiðamar tíu yrðu fyrir skemmdum eða hvort ákvæði 4.-10. gr. VSL um rangar upplýsingar við samningsgerð kæmu honum að gagni, hafi hann ekki haft vitneskju um þær tíu bifreiðar sem umfram voru. Selmer telur að lýsing á staðsetningu hinna vátryggðu muna á þennan hátt yrði talin fela í sér lýsingu á vátryggingarandlaginu og þ.a.l. fela í sér hlutlæga takmörkun á ábyrgð félags- ins. Vátryggður fengi því ekki bætur fyrir viðbótarbifreiðarnar tíu og það sama gilti um aðrar bifreiðar í hans eigu sem staðsettar væru utan vörugeymslunnar.195 Verður að taka undir þá skoðun, enda er eðlilegt að félagið geti á þennan hátt af- markað vátryggingarandlagið þegar vandkvæðum er bundið að gera það á ann- an hátt. Félaginu er nauðsyn á að geta afmarkað vátryggingarandlagið með nokkurri vissu, meðal annars til þess að geta ákvarðað hæð iðgjalda, metið þörf á endurtryggingu og efni skilmála í samræmi við það, eins og áður er rætt. Of- angreind sjónarmið má m.a. sjá í dómi í NRT 1945:89 (NH) sem reifaður er í kafla 3.3. Þrátt fyrir að eðlilegt sé að tilgreining vátryggingarandlags á þennan hátt verði talin hlutlæg takmörkun á ábyrgð félagsins má hugsa sér tilvik þar sem til- lit til aðstæðna og sanngirnisrök mæla með annarri niðurstöðu. Reglur VSL um rangar upplýsingar við samningsgerð eiga við þegar gefnar hafa verið rangar upplýsingar um atvik sem gætu haft áhrif á mat félagsins á áhættunni.196 Það má því hugsa sér tilvik þar sem eðlilegt væri að taka tillit til hagsmuna vátryggðs, t.d. ef vátryggingartaki gæfi af vangá upp rangt skráningarnúmer á bifreið sem hann hyggðist húftryggja, en iðgjaldaútreikningur félagsins byggðist á hinni réttu bifreið eða annarri sambærilegri. Eðlilegt væri að réttur vátryggðs héldist óskertur í því tilviki. A hinn bóginn þarf tæplega að leita á náðir reglna VSL um rangar upplýsingar við samningsgerð til að komast að þeirri niðurstöðu.197 193 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 60. 194 Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 61 og Loken. bls. 34. 195 Selmer, bls. 196. Sjá einnig Drachmann Bentzon og Christensen, (1952), bls. 59-60. 196 Lvngso, (1994), bls. 136. 197 L0ken telur á hinn bóginn að vegna tillits til hagsmuna félagsins breyti góð trú vátryggingar- taka engu þegar gefnar hafa verið rangar upplýsingar um vátryggingarandlagið, sbr. Loken, bls. 47. Ekki verður á það fallist hér. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.