Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Síða 83
reglna VSL um rangar upplýsingar við samningsgerð. Slík skilmálaákvæði
yrðu þess í stað skýrð með hliðsjón af reglum VSL. Skilmálaákvæði þess efnis
að félagið væri laust úr ábyrgð ef gefnar væru rangar upplýsingar, óháð góðri
tná vátryggingartaka, gengi bersýnilega gegn 5. gr. VSL og yrði sem slíkt að
teljast marklaust. Sama myndi eiga við um ákvæði þess efnis að félagið væri
laust úr ábyrgð ef vátryggingartaki vanrækti af einföldu gáleysi að skýra frá at-
vikum sem eiga undir 7. gr. laganna. Skýring slíkra skilmálaákvæða myndi
sjaldnast valda nokkrum vandkvæðum í framkvæmd. Þá ættu ákvæði í skilmál-
um, sem mæltu fyrir um áhrif rangra upplýsinga frá öðrum en vátryggingartaka,
ekki að valda vandkvæðum þar sem 2. mgr. 10. gr. VSL verður að teljast skýr
að því leyti.
Hér verður sjónum einkum beint að 3. mgr. 10. gr. VSL. Þýðing þeirrar
greinar felst í því að félagið getur ekki komist hjá beitingu ófrávíkjanlegra
reglna 4.-10. gr. laganna, og þannig verið betur sett en ella, með því að leita
ekki upplýsinga um tiltekið atriði hjá vátryggingartaka, heldur lýsa atriðinu
þess í stað í vátryggingarskírteininu eða skilmálum og undanþiggja sig ábyrgð
ef sú lýsing reynist röng.108 Sem dæmi um beitingu reglunnar má hugsa sér að
1 skilmálum brunatryggingar vegna fasteignar væri kveðið á um að hin vá-
tryggða fasteign væri steinhús, án þess að félagið leitaði um það upplýsinga hjá
vátryggingartaka, og að þar væri einnig kveðið á um að félagið væri laust úr
ábyrgð ef sú lýsing á byggingarefni fasteignarinnar reyndist röng. Ef síðar
kæmi í ljós að umrædd fasteign væri timburhús getur það ekki haft ríkari áhrif
á rétt vátryggðs gagnvart félaginu en hefði vátryggingartaki sjálfur gefið þær
uPplýsingar að fasteignin væri steinhús.109 Á sama hátt má ætla að 3. mgr. 10.
gr. takmarki möguleika félagsins til að kveða svo á um í vátryggingarskírteini
fyrir sjúkratryggingu að sá sem tryggður er sé ekki haldinn tilteknum sjúkdómi
eða sjúkdómum, og að félagið sé laust úr ábyrgð ef það reynist rangt. Reynist
viðkomandi hafa verið haldinn viðkomandi sjúkdómi verður félagið að greiða
fullar bætur, hafi vátryggingartaki hvorki vitað né mátt vita það, að öðrum skil-
yrðum uppfylltum, sbr. 5. gr. VSL.110
108 Lyngso, (1992), bls. 80 og (1994), bls. 132. Drachmann Bentzon og Christensen telja að 3.
mgr. 10. gr. FAL sé n.k. öryggisventill sem settur hafi verið til áréttingar reglum FAL um rangar
uPplýsingar við samningsgerð, en ekki endilega nauðsynlegur, sbr. Drachmann Bentzon og
Christensen, (1952), bls. 56. Ekki verður á það fallist hér. Hellner telur réttilega að bæði ákvæði
°g 3. mgr. 10. gr. FAL séu nauðsynleg eigi reglur laganna um rangar upplýsingar við samnings-
gerð ekki að missa marks, sbr. Hellner, (1955), bls. 32. Reglu sambærilega þeirri í 3. mgr. 10. gr.
VSL er ekki að finna varðandi þau tilvik þegar upplýsinga hefur verið leitað um viðkomandi atriði
hjá vátryggingartaka, enda ljóst í þeim tilvikum að það á beint undir reglur VSL um rangar upplýs-
ingar við samningsgerð að því marki sem þær eru ófrávíkjanlegar, sbr. Drachmann Bentzon oe
Christensen, (1952), bls. 56.
109 Arnljótur Björnsson. (1986), bls. 37-38. Hitt er svo annað mál hvort vátryggingartaki getur
talist vera í góðri trú um svo viðamikið atriði sem byggingarefni fasteignar hans hlýtur að teljast.
110 Loken, bls. 73-74: Hellner, (1965), bls. 162 og Lyngso, (1994), bls. 132.
77