Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 10
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“
10
Gonzales og Sosa (1993) vekja athygli á að margir kennarar yfirgefi starfsvettvang
sinn eftir mjög stuttan tíma, þeim finnist aðstæðurnar í skólunum engan veginn upp-
fylla þær væntingar sem þeir höfðu, svo virðist sem skólaumhverfið taki þeim ekki
sem nýliðum og oft sé lítið um stuðning.
Einnig er talið að margs konar áreiti, skortur á sjálfstrausti, vonbrigði, einangrun og
togstreita milli einkalífs og faglegs starfs valdi nýjum kennurum oft og tíðum miklum
áhyggjum og geti orðið til þess að margir efnilegir einstaklingar hverfi frá kennslu
eftir stuttan tíma (Gold, 1996; Brooks, 1999).
Í rannsókninni sem þessi grein er byggð á var leitað svara við spurningunni um það
hvernig nýbrautskráðir grunnskólakennarar upplifi fyrsta starfsár sitt í kennslu. Um-
fjöllun greinarinnar takmarkast við tvo þætti af fimm úr niðurstöðum rannsóknarinnar,
annars vegar væntingar til starfsins og hins vegar kennsluna – veruleikann á vettvangi.
FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR
Í skrifum sínum um kennarastarfið fjallar Esteve (2000) um þann mun sem er á kenn-
arastarfinu nú og fyrir tuttugu árum. Hann bendir á að kennarar þurfi nú að sinna öll-
um nemendum, óháð námslegri eða félagslegri hæfni þeirra. Enn fremur telur hann
að kennarar þurfi, frekar en áður, að takast á við marga hluti utan kennslunnar sjálfrar
sem hafa áhrif á starf þeirra og nefnir þar meðal annars tækniframfarir, fjölmenning-
arleg þjóðfélög, stanslausa dóma almennings um störf kennara, kröfur um sveigjanlega
kennsluhætti og skort á fullnægjandi kennslugögnum í skólunum til að mæta breyttum
kennsluháttum. Hann telur að alltaf sé verið að krefja kennara um meiri ábyrgð í starfi
og að sú ábyrgð beinist að mörgu öðru en því að efla vitsmunaþroska nemenda.
Framangreint styður staðhæfingar Hargreaves og Fullan (2000) sem segja þann tíma
liðinn að nægjanlegt sé fyrir kennara að vera áhugasamir og þekkja vel efnið sem þeir
kenni, kennarinn sem handverksmaður dugi ekki lengur til að fullnægja þeim kröfum
sem nú séu gerðar til stéttarinnar. Kennarar þurfi nú að vinna í fjölmenningarlegu
samfélagi nemenda með ólíkar skoðanir og þarfir. Ný tækni, svo sem tölvutækni þar
sem Vefurinn og nýting hans til náms sem kennslu er ærið fyrirferðarmikill, valdi því
að kennarar þurfi að kynna sér margvíslegar nýjar kennsluaðferðir og læra að beita
þeim. Af öllu þessu leiðir að nýliða í kennslu bíður væntanlega til muna flóknara og
að mörgu leyti kröfuharðara starf en fyrirrennara þeirra.
Rannsóknir Moir (1999) á bandarískum nýliðum í kennslu benda til þess að kennari
gangi í gegnum ákveðin tilfinningatímabil á starfsþroskaferli sínum á fyrsta starfsári.
Moir skilgreinir sex slík tímabil en telur þó að hver og einn fari með ólíkum hætti í
gegnum hvert tímabil. Hún segir að fyrsta tímabilið hefjist strax þegar námslok nálg-
ast og það einkennist af spennu og kvíðablandinni óþreyju eftir því að takast á við
nýtt starf. Hinn verðandi kennari sé fullur væntinga um að geta látið gott af sér leiða
og hafi ákveðnar hugmyndir um eigin frammistöðu. Moir telur að sú spenna og eft-
irvænting sem fylgir þessu tímabili fleyti nýja kennaranum oft yfir fyrstu vikurnar.
Þetta tímabil kallar hún eftirvæntingu (anticipation). Þá tekur við tímabil sem hún
kallar að halda velli (survival). Það einkennist af yfirþyrmandi vinnu og öllu því sem