Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 10

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 10
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“ 10 Gonzales og Sosa (1993) vekja athygli á að margir kennarar yfirgefi starfsvettvang sinn eftir mjög stuttan tíma, þeim finnist aðstæðurnar í skólunum engan veginn upp- fylla þær væntingar sem þeir höfðu, svo virðist sem skólaumhverfið taki þeim ekki sem nýliðum og oft sé lítið um stuðning. Einnig er talið að margs konar áreiti, skortur á sjálfstrausti, vonbrigði, einangrun og togstreita milli einkalífs og faglegs starfs valdi nýjum kennurum oft og tíðum miklum áhyggjum og geti orðið til þess að margir efnilegir einstaklingar hverfi frá kennslu eftir stuttan tíma (Gold, 1996; Brooks, 1999). Í rannsókninni sem þessi grein er byggð á var leitað svara við spurningunni um það hvernig nýbrautskráðir grunnskólakennarar upplifi fyrsta starfsár sitt í kennslu. Um- fjöllun greinarinnar takmarkast við tvo þætti af fimm úr niðurstöðum rannsóknarinnar, annars vegar væntingar til starfsins og hins vegar kennsluna – veruleikann á vettvangi. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Í skrifum sínum um kennarastarfið fjallar Esteve (2000) um þann mun sem er á kenn- arastarfinu nú og fyrir tuttugu árum. Hann bendir á að kennarar þurfi nú að sinna öll- um nemendum, óháð námslegri eða félagslegri hæfni þeirra. Enn fremur telur hann að kennarar þurfi, frekar en áður, að takast á við marga hluti utan kennslunnar sjálfrar sem hafa áhrif á starf þeirra og nefnir þar meðal annars tækniframfarir, fjölmenning- arleg þjóðfélög, stanslausa dóma almennings um störf kennara, kröfur um sveigjanlega kennsluhætti og skort á fullnægjandi kennslugögnum í skólunum til að mæta breyttum kennsluháttum. Hann telur að alltaf sé verið að krefja kennara um meiri ábyrgð í starfi og að sú ábyrgð beinist að mörgu öðru en því að efla vitsmunaþroska nemenda. Framangreint styður staðhæfingar Hargreaves og Fullan (2000) sem segja þann tíma liðinn að nægjanlegt sé fyrir kennara að vera áhugasamir og þekkja vel efnið sem þeir kenni, kennarinn sem handverksmaður dugi ekki lengur til að fullnægja þeim kröfum sem nú séu gerðar til stéttarinnar. Kennarar þurfi nú að vinna í fjölmenningarlegu samfélagi nemenda með ólíkar skoðanir og þarfir. Ný tækni, svo sem tölvutækni þar sem Vefurinn og nýting hans til náms sem kennslu er ærið fyrirferðarmikill, valdi því að kennarar þurfi að kynna sér margvíslegar nýjar kennsluaðferðir og læra að beita þeim. Af öllu þessu leiðir að nýliða í kennslu bíður væntanlega til muna flóknara og að mörgu leyti kröfuharðara starf en fyrirrennara þeirra. Rannsóknir Moir (1999) á bandarískum nýliðum í kennslu benda til þess að kennari gangi í gegnum ákveðin tilfinningatímabil á starfsþroskaferli sínum á fyrsta starfsári. Moir skilgreinir sex slík tímabil en telur þó að hver og einn fari með ólíkum hætti í gegnum hvert tímabil. Hún segir að fyrsta tímabilið hefjist strax þegar námslok nálg- ast og það einkennist af spennu og kvíðablandinni óþreyju eftir því að takast á við nýtt starf. Hinn verðandi kennari sé fullur væntinga um að geta látið gott af sér leiða og hafi ákveðnar hugmyndir um eigin frammistöðu. Moir telur að sú spenna og eft- irvænting sem fylgir þessu tímabili fleyti nýja kennaranum oft yfir fyrstu vikurnar. Þetta tímabil kallar hún eftirvæntingu (anticipation). Þá tekur við tímabil sem hún kallar að halda velli (survival). Það einkennist af yfirþyrmandi vinnu og öllu því sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.