Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 11

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 11
MAR ÍA STE INGR ÍMSDÓTT I R 11 nýliðinn þarf að læra á stuttum tíma en þrátt fyrir mikið álag og þreytu geti hann sýnt áhuga á að gera vel. Þriðja tímabilið nefnir Moir vonbrigði (disillusionment). Þá fer vinnuálagið að hafa áhrif á nýliðann; honum finnast skuldbindingar of miklar og hlutirnir ekki ganga eins og væntingar hans stóðu til. Óöryggi um eigin framgang og metnað gerir vart við sig og leiðir jafnvel til lægra sjálfsmats og efa um eigið ágæti. Tímabil sem algengt er að hefjist í janúar, eftir jólafrí, kallar Moir að eflast á ný (rejuvenation). Þá kviknar nýr neisti hjá nýliðum og þeir líta af meiri skilningi og raunsæi á starfið. Þeir hafa líka öðlast aukið öryggi og færni til að takast á við verk- efnið og ýmsa þætti sem tengjast því. Moir segir að á þessu tímabili fari nýliðarnir að huga meira en áður að námskránni, kennsluaðferðum og skipulagi kennslunnar til lengri tíma. Þegar líður að því að skólaári ljúki hefst tímabil íhugunar (reflection) þar sem nýju kennararnir horfa til liðins tíma og meta hvað gekk vel og hvað gekk miður. Þeir fara að líta til framtíðar og gera áætlanir um næsta skólaár. Þar með hefst tímabil, líkt hinu fyrsta, þar sem þeir fara að gera sér væntingar til starfsins á ný (sjá mynd 1). Mynd 1 – Tilfinningatímabil kennara á fyrsta starfsári (Moir 1999:21). Verðandi kennarar gera sér ákveðnar hugmyndir um það hvernig starfið verði og iðulega eru þær ekki á rökum reistar. Þeim hættir til að sjá hlutverk kennarans í hill- ingum og eiga sér oft fyrirmyndir frá eigin skólagöngu. Margir ganga inn í starfið með löngun til og áhuga á að hafa áhrif á gang mála, jafnvel að geta mótað framtíðina með vinnu sinni sem kennarar (Moir, 1999). Schriever (1999) segir að smátt og smátt renni það upp fyrir hinum nýja kennara hver raunveruleiki starfsins sé. Ábyrgðin sem í því felist og glíman við kennsluna valdi honum áhyggjum og öll sú kunnátta og færni sem hann þarf að standa skil á fari að íþyngja honum. Hjá Hallford (1999) koma fram svipaðar hugmyndir um starfsþroska nýrra kenn- ara og hjá Moir. Hann byggir umfjöllun sína á Fuller frá 1969, sem álítur að nýliðar í kennslu gangi í gegnum nokkur stig í starfsþroskaferlinu. Hallford segir að í fyrstu hafi nýliðinn áhyggjur af sjálfum sér, en því næst hugleiði hann faglegar væntingar og reyni að sætta sig við hlutina eins og þeir eru. Hann hugsi um eigin hæfni í starfi, samband sitt við nemendur, hafi áhyggjur af námsþörfum nemenda og að lokum nái hann því stigi að hann vilji hafa áhrif til góðs á nám nemenda sinna. Alls ekki sé víst að allir nýir kennarar upplifi þessi tímabil á fyrsta starfsári. Það skipti máli hvernig vinnustaðurinn taki á móti þeim. Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Eftirvænting Að halda velli Vonbrigði Að eflast á ný Íhugun Eftirvænting
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.