Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 13

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 13
MAR ÍA STE INGR ÍMSDÓTT I R 13 stöðum getur starfsfólk ráðfært sig um fagleg vandamál um leið og þau koma upp en slíkt er ýmsum annmörkum háð í kennarastarfinu. Rannsóknir sýna að nýliðinn getur upplifað félagslega einangrun ekki síður en faglega (Halford, 1998; Gordon og Maxey, 2000). Mikill hluti vinnu hans fer fram í kennslustofu þar sem sjaldan er annar kennari til að ráðfæra sig við um fagleg vanda- mál er upp kunna að koma. Eigi að síður verður kennarinn að bregðast við áreiti og vandamálum strax og ekki gefst tími til að velta vöngum yfir slíku. Þetta getur reynst byrjendum erfitt og er talið vera eitt þeirra atriða sem skilja nýliða frá þeim sem reyndari eru (Day, 1999). Hver skóli býr yfir ákveðinni innri menningu sem mótar starf kennara, stjórnenda og annarra sem að skólanum koma. Þessi menning getur verið mjög misjöfn frá einum skóla til annars og nýir kennarar þurfa að aðlagast menningu síns skóla jafnframt því að takast á við nýtt starf (Sergiovanni, 1995). Weiss (1999) telur að þessi skólamenning hafi afgerandi áhrif á starfsþroska og fagvitund kennara og hafi þar af leiðandi mikil áhrif á framtíð þeirra sem kennara. Svipaðar ályktanir er að finna hjá Johnson og Birkeland (2003) en þær segja að gott vinnuumhverfi geti dregið úr óvissu og óöryggi kennara og það auki líkur á að þeir nái betri árangri en ella. Það er álit Feiman-Nemser (2003) að nýir kennarar þurfi þrjú til fjögur ár til að öðlast grundvallarhæfni (competence) og enn fleiri ár til að ná mikilli hæfni. Enn fremur telur hún að ýmislegt heyri til starfi kennara sem kennaraefni nái ekki tökum á í náminu sjálfu heldur þurfi þeir að læra það á vettvangi og þess vegna sé nauðsynlegt að líta á fyrsta starfsárið sem eins konar námsár. Hún telur að séu nýir kennarar látnir afskipta- lausir í starfi muni þeir ef til vill komast af en verði vanhæfir vegna álags og óánægju. Sennilega muni þeir halda áfram að kenna en hugarfarið miði einkum að því að þrauka. Þar með verði þessir kennarar meira og minna ófærir um að sinna þörfum nemenda og aukin hætta sé á að þeir yfirgefi starfið eftir stuttan tíma. Feiman-Nemser telur að vel skipulögð leiðsögn auki möguleika á að nýir kennarar öðlist fljótt færni í starfi. RANNSÓKNIN Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá var að draga upp mynd af reynslu og túlkun nýbrautskráðra kennara á veruleika starfsins fyrsta starfsárið. Í samræmi við þetta markmið var leitað svara við spurningunni: Hvernig upplifa nýbrautskráðir grunnskólakennarar fyrsta starfsár sitt í kennslu? Rannsóknin var gerð skólaárið 2003–2004. Þátttakendur voru átta nýbrautskráðir kennarar úr hópi nemenda sem brautskráðust með B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2003. Fjórir þeirra voru braut- skráðir frá KHÍ og fjórir frá HA. Við val þeirra var notað markmiðsúrtak með það fyrir augum að þátttakendur gætu gefið mikilvægar upplýsingar í tengslum við til- gang rannsóknarinnar (Silverman, 2000). Fyrst og fremst var leitað eftir þátttakendum sem ekki hefðu aðra kennslureynslu en úr æfingakennslu en einnig var leitast við að velja þátttakendur af mismunandi sviðum í kennaramenntun þessara tveggja skóla.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.