Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 20

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 20
„OFSALEGA ERF I T T OG ROSALEGA GAMAN“ 20 Þegar kom að vorverkunum í skólunum fannst flestum að aftur tæki við tími óör- yggis. Við námsmat, próf og skólalok væru margir óvissuþættir og þeim fannst þeir þurfa á mikilli leiðsögn að halda. Þetta var þó misjafnt eftir því hversu öflugt samstarf nýju kennararnir áttu við aðra kennara í skólanum. Öllum viðmælendunum fannst sem mánuðirnir á vorönn hefðu liðið ótrúlega hratt. Þeim fannst gott að sjá fyrir endann á vetrinum og flestir voru farnir að huga að næsta vetri. „Það er komin eftirvænting og spenna í mig fyrir næsta vetri. Við erum farin að ákveða hvað við ætlum að gera þá,“ sagði Inga. Allir nema einn héldu áfram kennslu í sama skóla og þeir voru í. Sá eini sem ekki hélt áfram fór utan til framhaldsnáms. Í lokaviðtalinu virtust viðmælendur sammála um að þetta fyrsta ár hefði verið mikill prófsteinn og það væri eiginlega eitt allsherjar uppgötvunarnám. Guðrún orðar það svo: Já, ég held að maður verði bara að spila með fyrsta árið, maður gerir engar rósir. Til dæmis á ég verkefni sem ég var búin að taka til og ætlaði að vinna í vetur. Þau eru bara ennþá ónotuð niðri í skúffu. Kannski fara þau upp úr skúffunni næsta vetur. Þegar litið var til baka sögðust allir hafa haft miklar væntingar til starfsins áður en þeir byrjuðu en flestir nefndu að þeir hefðu einnig miklar væntingar til næsta vetrar, þó sennilega aðrar og raunhæfari en áður eftir fengna reynslu. UMRÆÐA Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á væntingar og reynslu nýbrautskráðra kennara af fyrsta starfsári í íslensku skólaumhverfi. Hér á eftir verða helstu niðurstöður hennar ræddar. Athygli vakti að allir viðmælendur leituðu fyrst í þekktar aðstæður þegar þeir sóttu um kennarastarf og flestir þeirra fengu starf þar sem þeir höfðu verið í æfingakennslu eða þekktu til aðstæðna á annan hátt. Óneitanlega eru það kostir fyrir nýjan starfs- mann; hann er ekki að öllu leyti á byrjunarreit og hlýtur því að finna til meira öryggis en sá sem þarf að kynna sér alla þætti frá upphafi, auk þess að takast á við nýtt starf. Þessir þættir virðast vega þyngra en að fá kennslu á því sviði sem viðkomandi hafði sérhæft sig á. Greinilegra áhrifa úr náminu gætti í svörum viðmælenda að hausti og þar með ef til vill þeirrar starfskenningar sem þeir höfðu mótað með sér á námstímanum. Á þessu stigi virtust þeir ekki vísa til fyrri reynslu eða fyrirmynda úr eigin skólagöngu eins og fram kemur hjá Moir (1999) að algengt sé um nýliða sem eru að hefja kennslu. Væntingar þeirra til komandi starfs virtust á þeim tíma taka mið af þeirri umfjöllun um kennsluaðferðir og stefnur og strauma í starfi kennara sem þeir höfðu kynnst í kennaramenntuninni. Þeir virtust vera sér þess meðvitaðir úr náminu að hlutverk kennarans hefur breyst og snúist nú meira um að finna árangursríkar námsleiðir fyrir nemendur en miðlun þekkingar og að þeir þurfi að vera færir um að beita margvísleg- um kennsluaðferðum til að koma til móts við nemendahópa í nútímasamfélagi. Þar má vísa til Hargreaves og Fullan (2000) og Esteve (2000) þar sem þeir segja að kenn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.