Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 30

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 30
30 JÁKVÆTT STARFSUMHVERF I KENNARA – AUK IN V INNUGLEÐ I Allir starfsmenn hafa einstaklingsbundnar starfsþarfir (Dawis og Lofquist, 1984). Það merkir að þeir gera hver sínar kröfur til starfs síns og starfsumhverfis, t.d. um ýmsan aðbúnað, vinnuálag og framkomu vinnufélaga við sig. Einnig gera þeir kröfur til aðbúnaðar í víðara samhengi, t.d. þeirrar virðingar sem starfið skuli njóta. Eitthvað sem er mikilvægast fyrir einn skiptir annan ekki endilega miklu máli. Starf og starfs- umhverfi gera einnig kröfur til starfsmanna með mismunandi hætti eftir eðli, inni- haldi og aðbúnaði starfsins. Starfsmaður og vinnustaður þurfa sífellt að mæta þörfum hvor annars með ásættanlegri samsvörun. Ánægja í starfi fer svo eftir því hversu vel starfið uppfyllir starfsþarfir starfsmannsins. Svokölluð starfsaðlögun miðar að því að ná og viðhalda þessari nauðsynlegu samsvörun milli starfs og starfsmanns. Starfs- manni er hætt við streitu og kulnun þegar misvægi er milli krafna sem starfið gerir og hæfni hans til þess að ráða við starfið og aðstæður í umhverfi þess (Milstein og Golanszewski, 1984). Leiter og Maslach hafa þróað spurningalista til að leggja mat á starfsumhverfi (Org- anizational Check-up Survey). Þau tengja sex almenna þætti í starfsumhverfinu og fimm þætti sem lúta að stjórnun við hugtökin kulnun og vinnugleði. Þessum hug- myndum verða gerð skil hér og einnig rýnt í umfjöllun annarra um þetta efni. Þættirnir sex eru vinnuálag, sjálfræði í starfi, umbun, starfssamfélag, sanngirni og gildismat (Leiter og Maslach, 2000; Maslach og Leiter, 1997). Starfsmaður heldur vinnugleði sinni ef sátt er um ofangreinda þætti og kröfur vinnustaðarins eru í takt við þarfir hans og ásætt- anlegt framlag. Skorti á einhvern þáttinn getur það leitt til kulnunar. Kjöraðstæður eru þær að starfsmanni finnist vinnuálag hæfilegt, hann hafi valkosti og stjórn í starfi sínu, njóti viðurkenningar og umbunar, finnist samfélag vinnustaðarins gott, njóti sanngirni, virðingar og réttlætis og finnist starfið vera mikilvægt. Það leiðir til kulnunar ef honum finnst of mikið að gera, skortur vera á valkostum og sjálfræði í starfi og umbun ekki nægileg, samskipti ófullnægjandi, sanngirni ekki fyrir hendi eða togstreita ríkja um gildi vinnustaðarins. Því meiri hætta er á kulnun sem misvægi er meira og útbreiddara. Þættina greindu þau Maslach og Leiter upphaflega með spurningalista könnunum og viðtölum við liðlega 10 þúsund einstaklinga (Maslach og Leiter, 2005). Hér á eftir verður þáttunum lýst nánar (Leiter og Maslach, 2000). Kulnun og vinnugleði Við rannsóknir á kulnun (job burnout) hefur verið algengt að styðjast við svokallað þriggja þátta líkan Maslach. Í seinni tíð hafa Maslach og Leiter, samstarfsmaður hennar, (1997; 2000) horft á kulnun sem annað skautið á vídd sem hefur vinnugleði (job engage- ment) á hinu skautinu. Þau beina nú sjónum að því hvað viðhaldi þeirri vinnugleði og jákvæðum viðhorfum til starfsins sem nýir starfsmenn hafa venjulega, í stað þess að kanna fyrst og fremst neikvæða þætti sem leiða til kulnunar eins og gert var áður.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.