Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 33

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 33
33 ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR og árekstra hlutverka hefur aftur á móti reynst vera óskýrara (Leiter og Maslach, 1999). Laun, aðstaða og jákvæður samanburður við aðra eru meðal þess sem umbunar starfsmönnum fyrir störf þeirra. Skortur á þessu hefur reynst valda kulnun (Leiter og Maslach, 1999). Þátturinn starfssamfélag er flókinn og rannsóknir á kulnun hafa einkum beinst að stuðningi yfirmanna og samstarfsmanna. Skortur á stuðningi yfirmanna hefur reynst tengjast tilfinningaþroti, sem staðfestir mikilvægi slíks stuðnings. Stuðningur sam- starfsmanna er tengdari framlagi eða færni starfsmannsins og mati samstarfsmanna hans á því (Leiter og Maslach, 1999). Hjá Schaufeli og Enzmann (1998) kemur einnig fram svipuð skoðun á samstarfi, og að stuðningur og endurgjöf frá starfssamfélaginu hafi áhrif á streitu og kulnun. Lítil sanngirni á vinnustöðum getur valdið streitu, og sá þáttur tengist einnig sjálf- ræði í starfi og vinnuálagi (Sutinen, Kivimäki, Elovainio og Virtanen, 2002). Gildismat vinnustaða skiptir starfsmenn miklu máli, sérstaklega ef þeir hafa háleitar hugsjónir. Ósamræmi milli gildismats þeirra og vinnustaðarins eykur líkur á kulnun, einkum í upphafi starfsferils (Maslach og Jackson, 1984). Mikilvægi starfsins fyrir starfsmenn tengist öllum þáttum kulnunar (Leiter og Maslach, 1999). Góð verkstjórn stuðlar að starfsþróun kennara og eykur samstöðu hópsins (Ser- giovanni, 2001). Samskipti og þar með upplýsingaflæði eru grundvallarþættir í sam- starfi fólks og segja má að samskipti séu sá þáttur sem heldur allri starfseminni saman (Maranzo, Walters og McNulty, 2005; Scribner, Cockrell, Cockrell og Valentine, 1999). Þróun verður ekki án breytinga og þar hafa stjórnendur sem leiðtogar mest áhrif (Fullan, 1993; Maranzo, Waters and McNulty, 2005). AÐFERÐ Í þessum hluta rannsóknarinnar er leitast við að svara rannsóknarspurningunni um það hvaða þættir í starfsumhverfi hafi áhrif á kulnun og vinnugleði. Gerð er grein fyrir svörum kennara við spurningum Leiter og Maslach um sex þætti í starfsumhverfinu og fimm þætti sem lúta að stjórnun og þau tengd við hvern þátt kulnunar fyrir sig. Spurningalistinn sem notaður var í þessum hluta rannsóknarinnar byggist á þremur til sex spurningum um hvern þátt. Svarmöguleikar voru fimm, þ.e. mjög sammála, sammála, í vafa, ósammála og mjög ósammála. Undantekning frá þessu er liðurinn um breytingar. Þar eru tíu spurningar og eftirfarandi svarmöguleikar: miklu betri, betri, óbreytt, verri og miklu verri. Í umræðu um starf kennara og í viðræðum við þá kemur iðulega fram að þeir telja sig búa við mikið vinnuálag og nokkur hluti þátttakenda í þessari rannsókn hefur hugleitt að hætta kennslu vegna vinnuálags (Anna Þóra Baldursdóttir og Valgerður Magnúsdóttir, 2007). Það sama kom fram í rannsókn Önnu Þóru Baldursdóttur (2000). Rannsóknir sýna að vinnuálag hefur áhrif á kulnun (Schaufeli, 2004; Burke og Green- glass, 1995). Rannsakendum lék því forvitni á að skoða sem best viðhorf kennara til vinnuálags síns og vinnutíma. Lagðar voru fyrir nokkrar spurningar um þá þætti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.