Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 39

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 39
39 ANNA ÞÓRA BALDURSDÓTTIR, VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR hluta þess tíma yfir á starfstíma skólans. Þetta hefur án efa áhrif á það hvernig þeir skynja vinnuálag sitt, en í rannsókninni tilgreindu kennarar tímaskort oftast sem helsta álagsþátt í starfi sínu. Þeir geta ekki endilega borið sig saman við vinnufélaga sína eins og þeir geta sem vinna á sömu skrifstofunni með sama reglulega vinnutímann. Af- staða þeirra til þess að vinnutími verði fastari í skólanum var ótvírætt neikvæð. Í ljósi þess vinnuálags, einkum tímaskorts, sem kennarar segjast finna fyrir eru ástæður til að kanna hvort ætlaður sé nægilegur undirbúningstími fyrir næsta skólaár, bæði eftir að skóla lýkur að vori og áður en hann hefst á ný að hausti. Velta má fyrir sér hvort breytingar á skipulagi þar að lútandi gætu breytt afstöðu kennara til mikils vinnuálags á starfstíma skólanna. Einnig má velta fyrir sér hvort vinnutími kennara sé orðinn það samþjappaður að þeim finnist vinnuálag yfir veturinn of mikið án þess að í raun sé verið að sprengja umsaminn tímaramma. Áhugavert er að skólayfirvöld kanni þessa þætti og viðhorf kennara mun nánar en hér var gert og noti niðurstöður til að stuðla að aukinni vinnugleði. Framangreindar niðurstöður sýna að fimm af starfsumhverfisþáttunum sex hafa sitt að segja um tilfinningaþrot, þ.e. vinnuálag, sem er þeirra áhrifamestur, umbun, starfs- samfélag, sanngirni og gildismat. Fjórir þeir síðast töldu valda einnig hlutgervingu, en einungis þátturinn gildismat hefur áhrif á starfsárangur. Tveir af stjórnunarþátt- unum fimm, þ.e. samskipti og samstaða, hafa áhrif á tilfinningaþrot og hlutgervingu og þar bætist verkstjórn við. Enginn stjórnunarþáttanna hefur hins vegar marktæk áhrif á starfsárangur. Samkvæmt þessu hefur vinnuumhverfið veruleg áhrif á tilfinn- ingaþrot og hlutgervingu en lítil á starfsárangur. Hvernig er hægt að nota þessar niðurstöður til að viðhalda vinnugleði og vinna gegn kulnun? Rannsóknir sýna að margar leiðir hafa verið reyndar, svo sem streitu- stjórnun, slökun, tímastjórnun, sjálfsstyrking, hugræn meðferð, þjálfun í félagsfærni, liðsefling og fleira (Maslach, Schaufeli og Leiter, 2001). Allt er þetta hugsað til að efla kennarana sem einstaklinga og hefur stundum reynst sýna mælanlegan árangur gegn tilfinningaþroti en sjaldnast gegn hlutgervingu og minnkuðum starfsárangri. Rann- sóknir eru tiltölulega fáar, viðmiðunarhópa hefur skort sem og langtímamælingar. Maslach og félagar benda einnig á að bæði þurfi að beina sjónum að einstaklingunum og starfsumhverfinu þegar ráðist er gegn kulnun. Stjórnendur þurfi að breyta ein- hverjum af þáttunum sex í starfsumhverfinu en það dugi ekki endilega til, heldur þurfi einnig að koma til nauðsynleg hæfni einstaklinganna og jákvæð viðhorf. Við- eigandi endurmenntunar geti verið þörf. Samkvæmt því væri t.d. gagnlegt að vinna með starfsumhverfisþættina til að draga úr vinnuálaginu sem kennurum finnst þeir búa við. Mætti hugsa sér að skoða ofan í kjölinn vinnuframlag og samsetningu verk- efna, ekki síst hjá þeim sem vinna flesta undirbúningstíma. Allt að sjö undirbúnings- tímar að jafnaði á dag er óneitanlega mikill tími og hlýtur að sprengja vinnuramm- ann. Svo mikill undirbúningur vekur spurningar um faglega hæfni og tilfinningalegt ástand viðkomandi kennara. Þá má einnig hugsa sér að athuga áherslur kennaranna og skólastarfsins og skilvirkni í vinnubrögðum, svo dæmi séu nefnd. Það að und- irbúningstími sé marktækt breytilegur eftir aldursstigum vekur upp spurningu um mismiklar kröfur skólans til kennara eftir aldursstigum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.