Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 48

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 48
48 NÁMSMAT Í HÖNDUM KENNARA fræði, leggi frekar áherslu á frammistöðumat. Fleiri námsmatsaðferðir eru líklegar til að höfða til kennara, að sögn Stiggins (2001), svo sem mat á skriflegum úrlausnum nemenda (ritun) og samræður (viðtöl). Skrifleg próf hafa lengst af verið helsta matsform kennara en próf geta einnig verið munnleg eða verkleg, svo sem til að meta þekkingu nemenda, skilning, frammistöðu, færni, afrakstur eða viðhorf þeirra. Skriflegar úrlausnir nemenda geta verið fjölbreyttar, t.d. skýrslur, ýmis ritunarverkefni o.s.frv. Í skriflegum úrlausnum geta nemendur svarað spurningum sem sýna þekkingu þeirra, gert samanburð eða túlkað upplýs- ingar. Í verkbundnu mati (frammistöðumati) er oftast verið að kanna hæfni nemenda við að beita þekkingu sinni og leikni eða að nemendur sýni hvað þeir hafa í raun lært. Nemendur leysa ýmis verkefni sem þeir þurfa að ákveða framkvæmd á og lýsa nið- urstöðum skriflega eða munnlega. Á meðan metur kennarinn ferlið (Stiggins, 2001, 2005). Við mat á skriflegum úrlausnum eða frammistöðu nemenda geta kennarar haft til hliðsjónar gátlista eða matskvarða (rating scales, rubrics). Matskvarðar geta stuðlað að auknu samræmi í mati, bæði hjá hverjum kennara og milli kennara og þeir geta einnig nýst kennurum við að gefa nemendum einkunnir eða veita upplýsingar á vitn- isburðarblaði (Arter og McTighe, 2000; Goodrich, 1997; Moskal, 2000; Stiggins, 2001, 2005). Í samtölum lýsa kennari og/eða nemandi framgangi náms og námsstöðu miðað við fyrirfram gefin viðmið (Stiggins, 2001, 2005). Sjálfsmat eða jafningjamat í grunnskóla stuðlar að þátttöku nemenda í námsmati. Nemendur bera þá meiri ábyrgð á náminu með því að íhuga sitt eigið mat eða end- urgjöf frá jafningjum, einnig geta nemendur safnað gögnum í ferilmöppu sem sýnir framfarir þeirra og námsstöðu. Ef nemendur eru hafðir með í ráðum í námsmatsferl- inu veitir það þeim tækifæri til að vinna saman, þeir skilja betur ávinninginn af nám- inu og eru virkir þátttakendur í eigin námi (Black, 1998; Stiggins, 1999, 2005). Það er hins vegar skoðun Stiggins og Chappuis (2002) að kennarar hafi tilhneigingu til að líta á nemendur sem óvirka þátttakendur í námsmati. Kveikjan að áhuga fræðimanna á námsmati kennara á rætur að rekja til kenninga um vitsmunaþroska, námshvatningu og hugsmíðahyggju, en að baki þeirri hug- myndafræði liggur að góð kennsla geri meira en að veita upplýsingar, að kennsla eigi að hvetja nemendur til virkrar þátttöku í náminu og hjálpa þeim að setja nýtt efni í samhengi við þá þekkingu sem þeir hafa fyrir (McMillan og Workman, 1998). Samkvæmt yfirlitsgrein McMillan og Nash (2000) hafa rannsóknir sem gerðar hafa verið á námsmati kennara í Bandaríkjunum á undanförnum árum sýnt að opinber stöðluð próf hafi þau áhrif á námsmat að kennarar leggi megináherslu á hlutlæg próf og einkunnir. Að þeirra sögn hafa grundvallarviðhorf kennara til náms og kennslu þó mest áhrif á ákvarðanir þeirra, þ.e. hvað viðkomandi kennari telur vera mikilvægt í skólastarfinu. Kennurum sé almennt umhugað um að nemendum gangi vel í námi og fái góðar einkunnir. Að svipaðri niðurstöðu komast Stiggins og Conklin (1992) og segja að kennarar hafi litla þjálfun í námsmati og hafi þróað kunnáttu sína í því jafn- hliða reynslunni af kennslu. Stiggins og Conklin (1992) telja að kennarar hafi talsvert sjálfstæði um námsmat í skólastarfi og benda á að stefna skóla geri einungis ráð fyrir hvernig og hvenær
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.